Stefna á slátrun úr kvíum í Dýrafirði í haust

Fiskeldi | 9. júlí 2024

Stefna á slátrun úr kvíum í Dýrafirði í haust

Framleiðsla í sjókvíum Arctic Fish að Haukadalsbót í Dýrafirði gengur vel og er stefnt að slátrun þaðan í haust.

Stefna á slátrun úr kvíum í Dýrafirði í haust

Fiskeldi | 9. júlí 2024

Unnið var að því á dögunum að skipta um nætur …
Unnið var að því á dögunum að skipta um nætur á kvíum Arctic Fish í Dýrafirði. Ljósmynd/Arctic Fish

Framleiðsla í sjókvíum Arctic Fish að Haukadalsbót í Dýrafirði gengur vel og er stefnt að slátrun þaðan í haust.

Framleiðsla í sjókvíum Arctic Fish að Haukadalsbót í Dýrafirði gengur vel og er stefnt að slátrun þaðan í haust.

Á dögunum greindi fiskeldisfyrirtækið frá því í færslu á Facebook-siðu sinni að unnið hafi verið að því að skipta um nætur á kvíunum á svæðinu og er það mikil aðgerð. Þjónustubátar og kafarar fyrirtækjanna Abyss og Sjótækni komu að verkefninu ásamt starfsfólki Arctic Fish.

„Eftir því sem að fiskurinn stækkar þarf að skipta um nót í kvíunum og setja nætur með stærri möskva sem tryggja góða strauma og nægt súrefni,“ sagði í færslunni.

Skipta þarf um nót eftir því sem fiskurinn stækkar.
Skipta þarf um nót eftir því sem fiskurinn stækkar. Ljósmynd/Arctic Fish

Rúmlega þrjár milljónir fiska

Arctic Fish er með fjögur eldissvæði í Dýrafirði en aðeins tvö eru nú í notkun upplýsingum á vef Matvælastofnunar.

Samkvæmt mælaborði fiskeldis sem stofnunin heldur úti voru í Dýrafirði rúmlega 3,3 milljónir eldislaxar í kvíum í firðinum í maí, en fjörðurinn var tómur í febrúar 2023 eftir að öllum laxi hafði verið slátrað úr kvíunum sem þar eru.

Mesti fjöldi eldislaxa í kvíum í firðinum var í ágúst 2021 þegar þeir voru rúmlega 3,8 milljónir.

mbl.is