„Það býr fólk í Grafarvogi“

Húsnæðismarkaðurinn | 9. júlí 2024

„Það býr fólk í Grafarvogi“

„Þétting byggðar getur átt rétt á sér, það er enginn vafi, en það verður að ræða við þá sem búa á svæðinu um hana,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra um átaksverkefni Einars Þorsteinssonar borgarstjóra í húsnæðismálum.

„Það býr fólk í Grafarvogi“

Húsnæðismarkaðurinn | 9. júlí 2024

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þétting byggðar getur átt rétt á sér, það er enginn vafi, en það verður að ræða við þá sem búa á svæðinu um hana,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra um átaksverkefni Einars Þorsteinssonar borgarstjóra í húsnæðismálum.

„Þétting byggðar getur átt rétt á sér, það er enginn vafi, en það verður að ræða við þá sem búa á svæðinu um hana,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra um átaksverkefni Einars Þorsteinssonar borgarstjóra í húsnæðismálum.

Allt að 500 íbúðir munu rísa í Grafarvogi á næstu árum með fyrirvara um íbúasamráð og athugasemdir sem koma frá nærumhverfinu. Margir íbúar Grafarvogs hafa áhyggjur af þessum áformum borgarinnar og telja meðal annars að verið sé að skerða aðgang að útivistarsvæðum og að byggðin gæti þrengt enn frekar að leik- og grunnskólum í hverfinu. Íbúar telja þéttinguna auka umferð og segja hana ekki í samræmi við þá byggð sem sé til staðar.

„Óskiljanlegt“

Guðlaugur hefur búið í Grafarvogi í 24 ár ásamt fjölskyldu sinni og þekkir því hverfið mjög vel.

„Það getur skaðað lífsgæðin verulega þegar fólk fer með svona mál í hverfum sem það þekkir ekki til og það er óskiljanlegt að það sé ekki tekið samtal við íbúa,“ segir hann.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is