Bjarni: Verðum að sýna að bandalagið sé sterkara en nokkru sinni fyrr

Varnarmál Íslands | 10. júlí 2024

Bjarni: Verðum að sýna að bandalagið sé sterkara en nokkru sinni fyrr

„Sem forsætisráðherra Íslands, sem er eitt af af tólf stofnríkjum Atlantshafsbandalagsins, þá er ég gríðarlega ánægður að fá að sækja fyrsta fundinn þar sem öll Norðurlöndin eru viðstödd þar sem Svíþjóð sækir fundinn með leiðtoga sínum í fyrsta sinn eftir að aðild þeirra varð viðurkennd fyrir ekki svo löngu síðan,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í ávarpi sínu á ráðstefnu Atlantshafsbandalagsins (NATO) rétt í þessu.

Bjarni: Verðum að sýna að bandalagið sé sterkara en nokkru sinni fyrr

Varnarmál Íslands | 10. júlí 2024

„Sem forsætisráðherra Íslands, sem er eitt af af tólf stofnríkjum Atlantshafsbandalagsins, þá er ég gríðarlega ánægður að fá að sækja fyrsta fundinn þar sem öll Norðurlöndin eru viðstödd þar sem Svíþjóð sækir fundinn með leiðtoga sínum í fyrsta sinn eftir að aðild þeirra varð viðurkennd fyrir ekki svo löngu síðan,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í ávarpi sínu á ráðstefnu Atlantshafsbandalagsins (NATO) rétt í þessu.

„Sem forsætisráðherra Íslands, sem er eitt af af tólf stofnríkjum Atlantshafsbandalagsins, þá er ég gríðarlega ánægður að fá að sækja fyrsta fundinn þar sem öll Norðurlöndin eru viðstödd þar sem Svíþjóð sækir fundinn með leiðtoga sínum í fyrsta sinn eftir að aðild þeirra varð viðurkennd fyrir ekki svo löngu síðan,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í ávarpi sínu á ráðstefnu Atlantshafsbandalagsins (NATO) rétt í þessu.

Undirstrikaði hann að nú þetta væri sögulegur tími fyrir Norðurlöndin og myndi nú skapast sterkari vettvangur til að ræða og meta málefni á okkar svæði heimsins. 

Ráðstefnan er haldin í Washington-borg og þakkaði Bjarni forseta Bandaríkjanna, Joe Biden, fyrir að hýsa ráðstefnuna þetta árið.

Nefndi þá Bjarni að ánægjulegt væri að koma til Bandaríkjanna á ný en eyddi hann þar hluta af sínum háskólaárum.

Bjarni Benediktsson fór með ávarp á ráðstefnu Atlantshafsbandalagsins í dag.
Bjarni Benediktsson fór með ávarp á ráðstefnu Atlantshafsbandalagsins í dag. AFP

Verða að koma saman og sýna styrkleika bandalagsins

Í ávarpi sínu tjáði Bjarni sig einnig um stríðið sem geisar enn á milli Rússlands og Úkraínu. 

„Aukinn spenna í heiminum og ólöglegt stríð sem Rússland herjar á Úkraínu setur þessa ráðstefnu í ekki svo ánægjulegt samhengi,“ sagði Bjarni og bætti við.

„En það skapar umhverfi þar sem við verðum að koma saman og sýna að bandalagið er sterkara en nokkru sinni fyrr og að við séum viljug til þess að gera meir til að styrkja okkar samvinnu og Ísland mun verða, og hefur verið, vaxandi þátttakandi í samvinnu Atlantshafsbandalagsins.“

mbl.is