Covid-tilboð á hótelum um allt land

Ferðamenn á Íslandi | 10. júlí 2024

Covid-tilboð á hótelum um allt land

„Það hefur verið meira um afbókanir en oft áður og meira er laust en fólk átti von á. Því eru ýmsir farnir að bregðast og reyna að ná inn bókunum með skömmum fyrirvara. Það eru eðlileg viðbrögð,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

Covid-tilboð á hótelum um allt land

Ferðamenn á Íslandi | 10. júlí 2024

Ferðamenn við Goðafoss
Ferðamenn við Goðafoss mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það hefur verið meira um afbókanir en oft áður og meira er laust en fólk átti von á. Því eru ýmsir farnir að bregðast og reyna að ná inn bókunum með skömmum fyrirvara. Það eru eðlileg viðbrögð,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

„Það hefur verið meira um afbókanir en oft áður og meira er laust en fólk átti von á. Því eru ýmsir farnir að bregðast og reyna að ná inn bókunum með skömmum fyrirvara. Það eru eðlileg viðbrögð,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

Stórar hótelkeðjur á Íslandi keppast nú við að bjóða Íslendingum tilboðsverð á gistingu og veitingum. Ljóst er að spár um fjölda erlendra ferðamanna hafa ekki ræst og enn kvarnast úr bókunum þeirra. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær virðast ferðamenn hafa hætt við eða frestað ferðum hingað þegar mikið var af fréttum um eldsumbrotin á Reykjanesskaga í vetur. Þá stoppa nú færri í Reykjavík en oft áður.

Jóhannes Þór segir að nýjar tölur frá Hagstofu Íslands um gistinætur sýni svart á hvítu hvernig ástandið er. Í maí voru gistinætur 15% færri en á sama tíma í fyrra og ef aðeins er horft til erlendra ferðamanna nam samdrátturinn 18%. „Þetta er búið að vera svona í ár. Það eru færri gistinætur á hvern erlendan ferðamann,“ segir Jóhannes.

Viðbrögð hótelhaldara nú minna óneitanlega á covid-sumarið 2020 þegar hér voru engir ferðamenn og heimamenn voru eini kúnnahópurinn. Hótelkeðjur bjóða allt að 30% afslátt af gistingu auk þess sem gestir á sumum hótelum fá ókeypis drykk við komuna eða aðgang að morgunverðarhlaðborði. Þá er einnig í boði að kaupa fimm eða átta nætur á lægra verði en ella. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is