Hefur þú prófað að þeyta ostakubb?

Uppskriftir | 10. júlí 2024

Hefur þú prófað að þeyta ostakubb?

Telma Þorbergsdóttir matarbloggari á heiðurinn af þessari guðdómlegu uppskrift þar sem þeyttur ostakubbur leikur aðalhlutverkið með dásamlegri útkomu. Hér er á ferðinni kjúklingur grillaður á gríska vísu með þeyttum ostakubbi. Með réttinum er gott að bera fram hrísgrjón og ferskt og gott salat. Hægt er að nota þeyttan ostakubb með hvaða kjöti sem er í stað sósu og kemur afar skemmtilega út. Hann er líka snilld með sem ídýfa með góðu frönsku baguette brauði, frækexi eða jafnvel fersku grænmeti.

Hefur þú prófað að þeyta ostakubb?

Uppskriftir | 10. júlí 2024

Guðdómlega girnilegur grillaður kjúklingur með þeyttum ostakubbi sem gleður bragðlaukana.
Guðdómlega girnilegur grillaður kjúklingur með þeyttum ostakubbi sem gleður bragðlaukana. Ljósmynd/Thelma Þorbergsdóttir

Telma Þor­bergs­dótt­ir mat­ar­blogg­ari á heiður­inn af þess­ari guðdóm­legu upp­skrift þar sem þeytt­ur ostakubb­ur leik­ur aðal­hlut­verkið með dá­sam­legri út­komu. Hér er á ferðinni kjúk­ling­ur grillaður á gríska vísu með þeytt­um ostakubbi. Með rétt­in­um er gott að bera fram hrís­grjón og ferskt og gott sal­at. Hægt er að nota þeytt­an ostakubb með hvaða kjöti sem er í stað sósu og kem­ur afar skemmti­lega út. Hann er líka snilld með sem ídýfa með góðu frönsku bagu­ette brauði, frækexi eða jafn­vel fersku græn­meti.

Telma Þor­bergs­dótt­ir mat­ar­blogg­ari á heiður­inn af þess­ari guðdóm­legu upp­skrift þar sem þeytt­ur ostakubb­ur leik­ur aðal­hlut­verkið með dá­sam­legri út­komu. Hér er á ferðinni kjúk­ling­ur grillaður á gríska vísu með þeytt­um ostakubbi. Með rétt­in­um er gott að bera fram hrís­grjón og ferskt og gott sal­at. Hægt er að nota þeytt­an ostakubb með hvaða kjöti sem er í stað sósu og kem­ur afar skemmti­lega út. Hann er líka snilld með sem ídýfa með góðu frönsku bagu­ette brauði, frækexi eða jafn­vel fersku græn­meti.

Grísk­ur kjúk­ling­ur með þeytt­um ostakubb

  • Grillaður kjúk­ling­ur, sjá upp­skrift að neðan
  • Þeytt­ur ostakubb­ur, sjá upp­skrift að neðan
  • Litl­ir tóm­at­ar eft­ir smekk, fyr­ir sam­setn­ing­una
  • Sítr­óna eft­ir smekk, fyr­ir sam­setn­ing­una
  • Fersk­ur kórí­and­er eft­ir smekk, fyr­ir sam­setn­ing­una
  • Fersk­ur graslauk­ur eft­ir smekk, fyr­ir sam­setn­ing­una

Grillaður kjúk­ling­ur á gríska vísu

  • 1 kg úr­beinuð kjúk­linga­læri
  • 4 hvít­lauks­geir­ar
  • 100 ml ólífu­olía
  • Börk­ur af einni sítr­ónu, rif­inn
  • Safi úr einni sítr­ónu
  • 1 msk. dijon sinn­ep
  • 2 msk. hun­ang
  • 1 ½ tsk. sjáv­ar­salt
  • ½ tsk. svart­ur pip­ar
  • ½ tsk. óreg­anó
  • ½ tsk. chilli­f­lög­ur
  • Þeytt­ur ostakubb­ur, sjá upp­skrift að neðan

Aðferð:

  1. Setjið kjúk­ling­inn í skál og setjið til hliðar.
  2. Blandið öllu sam­an fyr­ir mariín­er­ing­una í skál þar til allt hef­ur bland­ast vel sam­an og hellið henni yfir kjúk­ling­inn.
  3. Hrærið öllu vel sam­an þannig marín­er­ing­in fari vel yfir all­an kjúk­ling­inn.
  4. Látið liggja í marín­er­ingu í 2 klukku­stund­ir.
  5. Gott er að taka kjúk­ling­inn út 20 mín­út­um áður en á að grilla hann.
  6. Grillið kjúk­ling­inn þar til hann er orðinn fulleldaður.
  7. Smyrjið þeytta ostakubb­in­um á fat og leggið grillaðan kjúk­ling­inn yfir hann.
  8. Skerið niður litla tóm­ata og raðið með fram kjúk­lingn­um ásamt sítr­ónusneiðum.
  9. Gott er að hella smá ólífu­olíu yfir allt sam­an og krydda með fersk­um kórí­and­er og graslauk.
  10. Berið fram og njótið.

Þeytt­ur ostakubb­ur

  • 250 g ostakubb­ur frá MS
  • 60 g rjóma­ost­ur
  • 2 msk. ólífu­olía
  • Börk­ur af hálfri sítr­ónu
  • Safi af hálfri sítr­ónu
  • ½ tsk. sjáv­ar­salt
  • ½ tsk. svart­ur pip­ar

Aðferð:

  1. Skerið ostakubb­inn í litla bita og setjið í skál ásamt rjóma­osti, ólífu­olíu, sítr­ónu og sítr­ónu­berki, salti og pip­ar.
  2. Maukið allt sam­an í mat­vinnslu­vél eða með töfra­sprota þar til osta­bland­an verður orðin mjúk og slétt.
mbl.is