Jason Momoa og Lisa Bonet formlega skilin

Poppkúltúr | 10. júlí 2024

Jason Momoa og Lisa Bonet formlega skilin

Stjörnuhjónin Jason Momoa og Lisa Bonet eru loksins formlega skilin. Þau hættu saman í október 2020 og því ætti það ekki að koma neinum á óvart að þau hafi sótt um skilnað tveimur árum síðar. 

Jason Momoa og Lisa Bonet formlega skilin

Poppkúltúr | 10. júlí 2024

Jason Momoa og Lisa Bonet.
Jason Momoa og Lisa Bonet. AFP/Angela Weiss

Stjörnuhjónin Jason Momoa og Lisa Bonet eru loksins formlega skilin. Þau hættu saman í október 2020 og því ætti það ekki að koma neinum á óvart að þau hafi sótt um skilnað tveimur árum síðar. 

Stjörnuhjónin Jason Momoa og Lisa Bonet eru loksins formlega skilin. Þau hættu saman í október 2020 og því ætti það ekki að koma neinum á óvart að þau hafi sótt um skilnað tveimur árum síðar. 

Hjónin eru sögð skilja í sátt en þau hafa komist að samkomulagi um eignaskiptingu og hjúskaparréttindi, en þau munu deila forræði yfir börnum þeirra tveimur, þeim Lola sem er 16 ára og Nakola-Wolf sem er 15 ára. 

Momoa og Bonet byrjuðu saman árið 2005 og giftu sig við leynilega athöfn í október 2017. Þetta var fyrsta hjónaband Momoa en annað hjónaband Bonet sem var áður gift tónlistamanninum Lenny Kravitz og eiga þau saman leikkonuna Zoë Kra­vitz.

Momoa kominn með nýjan elskhuga en ekki Bonet

Bonet hefur ekki enn sést opinberlega með nýjum elskhuga, en hins vegar hefur Momoa verið að slá sér upp með leik- og söngkonunni Eiza González.

Þrátt fyrir að þau séu nú farin í hvora áttina fyrir sig segja þau að ástin verði enn þá til staðar en hún birtist á annan hátt en áður. Þau eru sögð halda áfram reglulegum samskiptum en börnin og velferð þeirra hafa alltaf verið í forgangi.

Á tímabili voru margir aðdáendur sannfærðir um að parið myndi byrja aftur saman en í viðtali árið 2022 blés Momoa á þær sögusagnir og gaf það skýrt fram að það væri ekki möguleiki að þau gætu haldið ástarsambandinu áfram.

Page six

mbl.is