Ögurstund fyrir forsetann

Úkraína | 10. júlí 2024

Ögurstund fyrir forsetann

Fjögur aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hafa heitið Úkraínumönnum auknum hernaðarstuðningi til að verjast innrás Rússa. Úkraínumenn fá fimm ný loftvarnarkerfi en þeir hafa sárbeðið um slíka aðstoð um að undanförnu.

Ögurstund fyrir forsetann

Úkraína | 10. júlí 2024

Ræða Joe Bidens Bandaríkjaforseta á NATO-fundinum í kvöld gæti reynst …
Ræða Joe Bidens Bandaríkjaforseta á NATO-fundinum í kvöld gæti reynst honum mikilvæg í kosningabaráttunni. AFP

Fjögur aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hafa heitið Úkraínumönnum auknum hernaðarstuðningi til að verjast innrás Rússa. Úkraínumenn fá fimm ný loftvarnarkerfi en þeir hafa sárbeðið um slíka aðstoð um að undanförnu.

Fjögur aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hafa heitið Úkraínumönnum auknum hernaðarstuðningi til að verjast innrás Rússa. Úkraínumenn fá fimm ný loftvarnarkerfi en þeir hafa sárbeðið um slíka aðstoð um að undanförnu.

Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti þetta í ávarpi sínu á leiðtogafundi NATO í kvöld. Fundurinn er haldinn í Washington, þar sem stofnsáttmáli bandalagsins var undirritaður fyrir 75 árum.

Bandaríkjamenn, Þjóðverjar, Hollendingar og Rúmenar gefa Úkraínu fjögur Patriot-loftvarnarkerfi og Ítalir gefa þeim eitt loftvarnarkerfi af tegundinni SAMP-T, samkvæmt yfirlýsingu frá Hvíta húsinu.

„Þegar þessu stríði lýkur verður Úkraína enn frjálst og sjálfstætt land. Rússland mun ekki sigra,“ sagði forsetinn, sem telur vopnagjöfina sögulega.

Þá sæmdi hann einnig Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, frelsisorðu Bandaríkjaforseta.

Landsfundur í ágúst

„Þetta er ögurstund fyrir Evrópu, fyrir Atlantshafið og jafnvel fyrir heiminn allan,“ sagði Biden.

En ræðan gæti einnig markað ögurstund fyrir forsetann.

Á meðan Bandaríkjaforseti býður aðildarríkjum NATO í heimsókn vofir yfir honum kosningabarátta sem hefur reynst honum erfið.

Sjö þingmenn demókrata hafa á síðustu vikum krafist þess að hann dragi sig úr framboði. Gera þeir þetta í kjölfar brösuglegrar frammistöðu forsetans í kappræðunum í lok síðasta mánaðar.

Meginþorri kjósenda hefur áhyggjur af aldri Bidens, samkvæmt skoðanakönnunum. Kannanir benda einnig til þess að Donald Trump, mótframbjóðandi hans, sé með forskot á forsetann.

Landsfundur demókrata hefst í ágúst og hafa sumir hvatt til þess að einhver annar demókrati taki við keflinu af forsetanum.

Biden kveðst þó staðráðinn í að gegna heilu kjörtímabili í viðbót, að því gefnu að hann beri sigur úr býtum í forsetakosningunum þann 5. nóvember.

mbl.is