Orkumiklir og góðir bananabitar í nestisboxið

Uppskriftir | 10. júlí 2024

Orkumiklir og góðir bananabitar í nestisboxið

Helga Magga, heilsumarkþjálfi og áhrifavaldur með meiru, hittir ávallt í mark með sínum einföldu og frábæru uppskriftum sem allir geta gert. Nú eru það nestisbitarnir sem eru henni hugleiknir enda elskar hún fátt meira en að fara í fjallgöngur með vinkonum sínum eins og komst í fréttirnar í gær.

Orkumiklir og góðir bananabitar í nestisboxið

Uppskriftir | 10. júlí 2024

Helga Magga er mætt með nestisbitann, þetta er orkumikill og …
Helga Magga er mætt með nestisbitann, þetta er orkumikill og góður bananabiti sem allir krakkar eiga eftir að elska. Samsett mynd

Helga Magga, heilsumarkþjálfi og áhrifavaldur með meiru, hittir ávallt í mark með sínum einföldu og frábæru uppskriftum sem allir geta gert. Nú eru það nestisbitarnir sem eru henni hugleiknir enda elskar hún fátt meira en að fara í fjallgöngur með vinkonum sínum eins og komst í fréttirnar í gær.

Helga Magga, heilsumarkþjálfi og áhrifavaldur með meiru, hittir ávallt í mark með sínum einföldu og frábæru uppskriftum sem allir geta gert. Nú eru það nestisbitarnir sem eru henni hugleiknir enda elskar hún fátt meira en að fara í fjallgöngur með vinkonum sínum eins og komst í fréttirnar í gær.

Þessir nestisbitar eru líka svo sniðugir fyrir krakka í nesti þegar þau eru á námskeiðum í sumar og fyrir á fótboltamótin svo fátt sé nefnt. Það skiptir máli að hafa bitana sem orkuríkasta og það eru þessir bananabitar svo sannarlega. Svo eru þeir líka fullkomnir í millimál fyrir unga sem aldna. Sjáið myndbandið frá Helgu Möggu hér fyrir neðan, tekur enga stund að búa til og enn styttri tíma að borða.

Bananabitar Helgu Möggu

  • 2 þroskaðir bananar (um það bil 230 g)
  • 200 g haframjöl
  • 30 g hnetusmjör
  • 30 g akasíuhunang
  • 1 tsk. matarsódi og smá salt
  • 200 g grísk jógúrt
  • 100 ml léttmjólk
  • Súkkulaðidropar eftir smekk, gott að nota Kaju súkkulaðidropana, sem eru 70% súkkulaði

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofninn í 180°C hita.
  2. Blandið öllu hráefninu saman í skál.
  3. Setjið síðan bökunarpappír í meðalstórt eldfast mót.
  4. Setjið deigið ofan í og sléttið úr því.
  5. Stráið súkkulaðidropum yfir eftir smekk og ástríðu.
  6. Setjið inn í ofn og bakið við 180°C hita í um það bil 40 mínútur.
  7. Síðan er lag að skera kökuna í ferkantaða, hæfilega stóra bita, þegar hún hefur kólnað og setja í nestisbox fyrir þann sem ætlar að njóta.
mbl.is