Talar mikið um pabba sinn til að gleyma honum ekki

Dagmál | 10. júlí 2024

Talar mikið um pabba sinn til að gleyma honum ekki

Söng- og leikkonan Katla Þórudóttir Njálsdóttir var aðeins 16 ára gömul þegar hún missti pabba sinn, tónlistarmanninn Njál Þórðarson, úr krabbameini. Barátta hans var erfið og snörp en hann barðist hetjulega þar til hann lést í júní árið 2018.

Talar mikið um pabba sinn til að gleyma honum ekki

Dagmál | 10. júlí 2024

Söng- og leikkonan Katla Þórudóttir Njálsdóttir var aðeins 16 ára gömul þegar hún missti pabba sinn, tónlistarmanninn Njál Þórðarson, úr krabbameini. Barátta hans var erfið og snörp en hann barðist hetjulega þar til hann lést í júní árið 2018.

Söng- og leikkonan Katla Þórudóttir Njálsdóttir var aðeins 16 ára gömul þegar hún missti pabba sinn, tónlistarmanninn Njál Þórðarson, úr krabbameini. Barátta hans var erfið og snörp en hann barðist hetjulega þar til hann lést í júní árið 2018.

Síðan eru liðin sex ár og margt gerst í lífi Kötlu frá þeim tíma. Í dag stundar hún leiklistarnám við Listaháskóla Íslands og hefur vakið mikla eftirtekt fyrir leik sinn í ófáum kvikmyndum og leikritum hér á landi.

Katla ræðir sorgir sínar og sigra við Kristínu Sif Björgvinsdóttur í Dagmálum.

Vill ekki að hann gleymist

Katla var mikil pabbastelpa og segist hún halda uppi minningu hans með því að vera dugleg að tala um hann. Hún segir pabba sinn hafa verið einstakan mann sem skyldi eftir sig falleg fótspor sem fleiri mættu að tileinka sér.

„Ég er alltaf til í að tala um hann. Af því að það er líka alltaf þessi ótti við það að gleyma honum. Maður finnur það líka alltaf með árunum sem líða að það er alltaf lengra og lengra síðan ég sá hann síðast og þá fer maður alltaf að hugsa svona: „ég man alveg ennþá er það ekki alveg örugglega?“ þannig ég er mjög virk í því að tala um hann,“ útskýrir Katla. 

„Ég tala mjög mikið um hann við vini mína líka sem að fengu ekki að kynnast honum. Sem sagt vinir mínir sem ég hef kynnst á síðustu sex árum, sem eru bara allir menntaskóla og háskóla vinir mínir,“ segir hún og þykir mikilvægt að halda heiðri og minningu pabba síns á lofti um ókomna tíð.

Húmorinn í fyrirrúmi

Katla hefur helgað sér mannkosti pabba síns og reynt að takast á við erfiðleika lífsins með æðruleysi og léttleika eins og hann gerði á meðan hann lifði. Að hennar mati er lífið of stutt til að taka því og sjálfum sér of hátíðlega.  

„Hann var algerlega bestur. Alltaf með húmorinn í fyrirrúmi og það er ég búin að tileinka mér í mínu lífi. Það hjálpar finnst mér bara öllu en ég veit að þetta er oft talin vera einhver svona „coping mechanismi“ eða þú ert að hlaupa frá vandamálum þínum ef þú vilt bara hlæja í stað þess að tala um hlutina en ég er ósammála því,“ segir Katla.

„Þetta hjálpar manni að díla við hluti á einhvern dýpri hátt. Sérstaklega af því að uppeldið mitt var þannig að við tökum öllu á léttum nótum og gerum bara grín að hlutunum. Við getum ekki tekið okkur of alvarlega.“

Gantaðist fram til síðasta dags

Katla segist alla tíð hafa alist upp við gamansemi þar sem almennt sprell hafi verið stór hluti af hversdagsleika fjölskyldunnar. Hún segir alltaf hafa verið stutt í grínið hjá pabba sínum sem hafi einmitt haldið í húmorinn allt til hins síðasta dags. 

„Hann var alltaf bara að grínast. En hann greinist með krabbamein 2016 og er að heyja þá baráttu í tvö ár en það var bara alveg stórfurðulegt hvernig hann var á þessum tíma því hann var bara ennþá að grínast og fokka í okkur.“

mbl.is