Banna starfsemi rússnesks fréttamiðils

Rússland | 11. júlí 2024

Banna starfsemi rússnesks fréttamiðils

Rússnesk yfirvöld tóku í dag ákvörðun um að banna alla starfsemi fréttamiðilsins The Moscow Times, og sögðu starfsemi hans jafnframt vera „óæskilega“. 

Banna starfsemi rússnesks fréttamiðils

Rússland | 11. júlí 2024

Rússnesk yfirvöld segja The Moscow Times hafa verið að ófrægja …
Rússnesk yfirvöld segja The Moscow Times hafa verið að ófrægja ákvarðanir Vladimar Pútíns, forseta Rússlands. AFP

Rússnesk yfirvöld tóku í dag ákvörðun um að banna alla starfsemi fréttamiðilsins The Moscow Times, og sögðu starfsemi hans jafnframt vera „óæskilega“. 

Rússnesk yfirvöld tóku í dag ákvörðun um að banna alla starfsemi fréttamiðilsins The Moscow Times, og sögðu starfsemi hans jafnframt vera „óæskilega“. 

Nú getur ríkissaksóknari Rússlands einnig ákært alla þá sem hafa einhvers konar tengsl við miðilinn, og gætu þeir átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi. 

Herferð Rússa gegn frjálsri fjölmiðlun

Yfirvöld í Rússlandi hafa að undanförnu aukið herferð sína gegn óháðum fjölmiðlum og fréttaflutningi sem þeir hófu eftir innrásina í Úkraínu í febrúar 2022. 

Í yfirlýsingu frá embætti ríkissaksóknari segir að „ákvörðun hefur verið tekin um að lýsa starfsemi The Moscow Times, erlendum frjálsum félagasamtökum, sem óæskilegri á yfirráðasvæði Rússlands“. 

Þá segir í tilkynningunni að fréttir frá miðlinum „hafi miðað að því að ófrægja ákvarðanir leiðtoga Rússlands í utanríkismálum jafnt sem innanríkismálum“.

Flúðu til Hollands eftir innrásina

The Moscow Times hefur gefið út efni á ensku og rússnesku frá tíunda áratugnum, en miðillinn þurfti að flytja starfsemi sína til Amsterdam eftir innrásina í Úkraínu. Nú þurfa þeir að leggja niður alla starfsemi í Rússlandi. 

Fréttamiðillinn er nú orðið alfarið netmiðill, og tiltölulega vinsæll meðal lesenda erlendis sem vilja fylgjast með ástandi Rússlands, en miðillinn gaf einnig út útprentað blað á ensku um árabil. 

Derk Sauer, stofnandi Moscow Times, sagði í færslu á samfélagsmiðlinum X að starfsemi miðilsins verði ekki hætt. „Auðvitað munum við halda áfram með okkar vinnu eins og venjulega: sjálfstæða blaðamennsku, sem er glæpur í Rússlandi Pútíns.“

mbl.is