Fyrstu herþotur á leið til Úkraínu

Úkraína | 11. júlí 2024

Fyrstu herþotur á leið til Úkraínu

Fyrstu vest­rænu orr­ustuþot­urn­ar eru nú á leið til Úkraínu. Er um að ræða vél­ar af gerðinni F-16 og koma þær frá Dan­mörku og Hollandi.

Fyrstu herþotur á leið til Úkraínu

Úkraína | 11. júlí 2024

Úkraínu­for­seti kynnti sér m.a. F-16-þotur í Belg­íu ný­verið en þot­urn­ar …
Úkraínu­for­seti kynnti sér m.a. F-16-þotur í Belg­íu ný­verið en þot­urn­ar munu að lík­ind­um stór­efla getu hers­ins til aðgerða gegn Rúss­um. AFP/Simon Wohlfahrt

Fyrstu vest­rænu orr­ustuþot­urn­ar eru nú á leið til Úkraínu. Er um að ræða vél­ar af gerðinni F-16 og koma þær frá Dan­mörku og Hollandi.

Fyrstu vest­rænu orr­ustuþot­urn­ar eru nú á leið til Úkraínu. Er um að ræða vél­ar af gerðinni F-16 og koma þær frá Dan­mörku og Hollandi.

Fleiri þotur verða svo send­ar frá Nor­egi og Belg­íu.

Þetta sagði ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna á leiðtoga­fundi Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO) sem hald­inn er í Washingt­on í Banda­ríkj­un­um.

„Hann mun ekki bíða okk­ur af sér“

„Í þess­um töluðu orðum er verið að hefja flutn­ing á F-16-orr­ustuþotum. Koma þær frá Dan­mörku og Hollandi. Þess­ar þotur verða í sum­ar á flugi í loft­helgi Úkraínu svo tryggja megi varn­ir Úkraínu gegn árás Rúss­lands,“ sagði ráðherr­ann og bætti við að af­hend­ing þotn­anna væri skýr skila­boð til Rúss­lands­for­seta.

„[Vla­dimír Pútín] mun ekki end­ast leng­ur en Úkraína. Hann mun ekki bíða okk­ur af sér. Ef hann sýn­ir þrjósku munu Rúss­land og hags­mun­ir þess halda áfram að skaðast. Sterk Úkraína er fljót­leg­asta leiðin í átt að friði.“

Rússar vara við alvarlegum afleiðingum

Moskvu­valdið hef­ur lengi varað við því að af­hend­ing á þessu vopna­kerfi muni hafa „al­var­leg­ar af­leiðing­ar“ í för með sér – án þess þó að nefna þær.

F-16 er af flest­um tal­in ein fjöl­hæf­asta herþota sög­unn­ar og eru alls um þrjú þúsund slík­ar þotur í virkri herþjón­ustu hjá um 25 ríkj­um heims.

Fim­leiki og hraði eru lyki­leig­in­leik­ar F-16 en að auki býr hún yfir vopn­arat­sjá sem er mun öfl­ugri og ná­kvæm­ari en vopn­arat­sjá þeirra flug­véla sem rúss­neski flug­her­inn not­ast við yfir víg­völl­um Úkraínu.

Með þot­unni munu úkraínsk­ir flug­menn því sjá lengra en rúss­nesk­ir and­stæðing­ar þeirra.

mbl.is