Gæti dregið til tíðinda eftir nokkrar vikur

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 11. júlí 2024

Gæti dregið til tíðinda eftir nokkrar vikur

Líklega eru einhverjar vikur í að það dragi til tíðindi við Svartsengi. Landris á svæðinu er nú hraðara en fyrir gosið 29. maí og kvikuinnstreymi meira.

Gæti dregið til tíðinda eftir nokkrar vikur

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 11. júlí 2024

Kviku­söfn­un und­ir Svartsengi er meira en í aðdraganda eldgossins sem …
Kviku­söfn­un und­ir Svartsengi er meira en í aðdraganda eldgossins sem hófst 29. maí. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Líklega eru einhverjar vikur í að það dragi til tíðindi við Svartsengi. Landris á svæðinu er nú hraðara en fyrir gosið 29. maí og kvikuinnstreymi meira.

Líklega eru einhverjar vikur í að það dragi til tíðindi við Svartsengi. Landris á svæðinu er nú hraðara en fyrir gosið 29. maí og kvikuinnstreymi meira.

Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir þó að aukið kvikuinnstreymi undir Svartsengi hafi ekki mikla þýðingu því að ekki sé um að ræða stigsmun frá aðdraganda síðasta goss.

„Við erum í rauninni að sjá endurtekna mynd núna. Það heldur áfram að safna í kvikuhólfið sem líklega endar með kvikuhlaupi og mögulegu gosi.“

Í tilkynningu sem Veðurstofan birti 2. júlí kom fram að mögulega drægi til tíðinda eftir eftir 4 til 6 vikur en Salóme segir stöðuna enn þá sömu: „Núna gætu það verið tvær vikur til mánuður.“

mbl.is