Hildur biður Samfylkinguna afsökunar

Alþingi | 11. júlí 2024

Hildur biður Samfylkinguna afsökunar

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur beðið Samfylkinguna afsökunar vegna rangrar fullyrðingar hennar í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu.

Hildur biður Samfylkinguna afsökunar

Alþingi | 11. júlí 2024

„Mea Culpa kæra Samfylking,“ skrifar Hildur í færslu á facebook.
„Mea Culpa kæra Samfylking,“ skrifar Hildur í færslu á facebook.

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur beðið Samfylkinguna afsökunar vegna rangrar fullyrðingar hennar í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu.

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur beðið Samfylkinguna afsökunar vegna rangrar fullyrðingar hennar í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu.

„Í grein minni sem birtist í Morgunblaðinu í dag hafði ég rangt eftir. Þar er ég með stæla um að Samfylkingin segist hafa komið á 12 mánaða fæðingarorlofi þegar það hefði alls ekki gerst. Þetta var ekki alveg rétt hjá mér því þáverandi ríkisstjórn Samfylkingar samþykkti vissulega árið 2012 að koma á 12 mánaða fæðingarorlofi í þrepum til ársins 2016.

Þau áform tóku aldrei gildi því þau voru metin ófjármögnuð vegna stöðu ríkissjóðs af ríkisstjórninni sem tók við og var hámarksupphæð orlofsins hækkuð í staðinn. Það var svo árið 2020 sem fæðingarorlof er hækkað i 12 mánuði af núverandi ríkisstjórn,” skrifar Hildur á facebook.

Batnandi mönnum sé best að lifa

Hún skrifar að batnandi mönnum sé best að lifa og hvetur fólk til að njóta sumarsins.

„Það er oft sem manni hleypur kapp í kinn í pólitíkinni og nú gerðist ég sek um að ganga ekki nógu vel úr skugga um staðreyndir. Ég bið Samfylkinguna afsökunar á því og hef óskað eftir því að þetta sé leiðrétt á vef Morgunblaðsins.“



mbl.is