Lauflétt að gera sinn eigin ricottaost

Uppskriftir | 11. júlí 2024

Lauflétt að gera sinn eigin ricottaost

Heimagert ricotta er eitthvað sem er tiltölulega auðvelt að galdra fram sjálfur, fá hráefni í og er tiltölulega þægilegt í vinnslu. Þessi uppskrift kemur úr smiðju Hönnu Thordarson keramiker en hún er ótrúlega flink í eldhúsinu og mikill ástríðukokkur. Hún hefur mikla ástríðu fyrir ítalskri matargerð og fylgjendur hennar njóta góðs af en hún heldur úti uppskriftvefsíðunni hér.

Lauflétt að gera sinn eigin ricottaost

Uppskriftir | 11. júlí 2024

Heimagerður ricottaostur úr smiðju Hönnu keramiker.
Heimagerður ricottaostur úr smiðju Hönnu keramiker. Ljósmynd/Hanna Thordarson

Heimagert ricotta er eitthvað sem er tiltölulega auðvelt að galdra fram sjálfur, fá hráefni í og er tiltölulega þægilegt í vinnslu. Þessi uppskrift kemur úr smiðju Hönnu Thordarson keramiker en hún er ótrúlega flink í eldhúsinu og mikill ástríðukokkur. Hún hefur mikla ástríðu fyrir ítalskri matargerð og fylgjendur hennar njóta góðs af en hún heldur úti uppskriftvefsíðunni hér.

Heimagert ricotta er eitthvað sem er tiltölulega auðvelt að galdra fram sjálfur, fá hráefni í og er tiltölulega þægilegt í vinnslu. Þessi uppskrift kemur úr smiðju Hönnu Thordarson keramiker en hún er ótrúlega flink í eldhúsinu og mikill ástríðukokkur. Hún hefur mikla ástríðu fyrir ítalskri matargerð og fylgjendur hennar njóta góðs af en hún heldur úti uppskriftvefsíðunni hér.

Þetta er uppskrift sem ætti ekki að klikka en Hanna mælir með að láta renna vel af ostinum ef hann á að vera fylling í pasta. Ricottaostinn má nota í ýmsa matargerð og bakstur.  Hann er góður á pítsuna og það er sáraeinfalt að útbúa góða ídýfu úr honum með því að bæta við t.d. kryddjurtum og hvítlauk svo fátt eitt sé nefnt.

Heimagerður ricottaostur

  • 1 l nýmjólk
  • 1 dl rjómi
  • ¼ tsk. salt
  • 2–4 msk. sítrónusafi eða eplaedik

Aðferð:

  1. Setjið mjólk, rjóma og salt í pott og hitið rólega upp í 80°C.
  2. Upplagt að nota hitamæli til að fylgjast með hitastiginu.
  3. Lækkið hitann og bætið sítrónu/ediki við, hrærið stöðugt í 3–5 mínútur.  Mjólkurblandan byrjar að ysta og verður kekkjótt. Bætið þá aðeins meira af sýrunni við og hrærið.
  4. Látið blönduna kólna aðeins og hellið síðan yfir í sigti með hreinni grisju/viskastykki í, látið renna af í a.m.k. 30 mínútur – ekki þrýsta ofan á ostinn (þá klessist hann).
  5. Því lengur sem hann er látinn standa þeim mun þurrari verður hann.
  6. Osturinn geymist vel í kæli í lokuðu íláti.
  7. Berið fram með því sem hugurinn girnist eða notið hann í matargerð og bakstur að vild.
mbl.is