Rússar hugðust myrða þýskan forstjóra

Rússland | 11. júlí 2024

Rússar hugðust myrða þýskan forstjóra

Leyniþjónustuyfirvöld í Bandaríkjunum komust fyrr í ár á snoðir um áform rússnesku ríkisstjórnarinnar, um að ráða af dögum forstjóra þýska vopnaframleiðandans Rheinmetall.

Rússar hugðust myrða þýskan forstjóra

Rússland | 11. júlí 2024

Armin Papperger, forstjóri Rheinmetall, á ársuppgjörskynningu fyrr á árinu.
Armin Papperger, forstjóri Rheinmetall, á ársuppgjörskynningu fyrr á árinu. AFP

Leyniþjónustuyfirvöld í Bandaríkjunum komust fyrr í ár á snoðir um áform rússnesku ríkisstjórnarinnar, um að ráða af dögum forstjóra þýska vopnaframleiðandans Rheinmetall.

Leyniþjónustuyfirvöld í Bandaríkjunum komust fyrr í ár á snoðir um áform rússnesku ríkisstjórnarinnar, um að ráða af dögum forstjóra þýska vopnaframleiðandans Rheinmetall.

Fyrirtækið er stærsti framleiðandi 155 millimetra sprengikúlnanna sem skipt hafa sköpum í varnarstríði Úkraínumanna gegn Rússum innan landamæra þeirra fyrrnefndu.

Frá þessu greinir fréttastofa CNN og hefur eftir fimm embættismönnum sem kunnugir munu ráðabrugginu.

Létu þýsk stjórnvöld vita

Fullyrða þeir einnig að Rússar hafi haft uppi áform um fleiri launmorð og þau beinst gegn framkvæmdastjórum ýmissa vopnaframleiðenda í Evrópu, sem styðja við stríðsrekstur Úkraínumanna.

Lengst á veg komin voru þó launráðin sem brugguð voru Armin Papperger, forstjóra Rheinmetall.

Í umfjöllun CNN segir að Bandaríkjamenn hafi upplýst stjórnvöld í Þýskalandi eftir að þeir fengu vitneskju um áform Rússanna. Þýska öryggisþjónustan hafi í kjölfarið hrundið hinu fyrirhugaða illvirki og náð að koma Papperger til verndar.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Launráðin gegn forstjóra Rheinmetall þykja undirstrika hversu …
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Launráðin gegn forstjóra Rheinmetall þykja undirstrika hversu langt Kremlverjar eru tilbúnir að seilast. AFP

Tilbúnir að seilast langt í skuggastríðinu

Tekið er fram að í meira en hálft ár hafi Rússar haldið úti herferð spellvirkja víða í Evrópu, að mestu í gegnum milliliði.

Tilfallandi flugumenn á viðkomandi stöðum hafa verið fengnir til að kveikja í vöruhúsum tengdum vopnaflutningi til Úkraínu og einnig til að vinna ýmis smávægileg skemmdarverk, allt til að reyna að stemma stigu við flæði vopna frá Vesturlöndum og um leið draga úr stuðningi almennings við stjórnvöld í Kænugarði.

Launráðin gegn forstjóra Rheinmetall þykja þó undirstrika hversu langt Kremlverjar eru tilbúnir að seilast í skuggastríði sínu gegn Vesturlöndum.

Fyrirtækið hyggst opna brynbílaverksmiðju í Úkraínu á næstu vikum og segir heimildarmaður CNN að það veki ugg í brjóstum Rússa.

Sífellt meiri áhyggjur

For­stjóri bresku leyniþjón­ust­unn­ar GCHQ, Anne Ke­ast-Butler, varaði við því í maí að rússnesk stjórn­völd væru tal­in leggja á ráðin um árás­ir gegn Vest­ur­lönd­um.

Sagði hún leyniþjón­ust­una hafa sí­fellt meiri áhyggj­ur af auk­inni sam­vinnu rúss­neskra leyniþjón­usta og sjálf­stæðra hópa til að gera netárás­ir, auk gruns um eft­ir­litsaðgerðir og spell­virki í raun­heim­um.

Þá kvað hún yf­ir­völd í Moskvu leggja rækt við og fóstra hópa tölvuþrjóta, og að í sum­um til­fell­um virðist sem þau vinni að því að sam­ræma árás­ir gegn Vest­ur­lönd­um í raun­heim­um, að því er fram kom í um­fjöll­un dag­blaðsins Tel­egraph.

Erfiðara að bregðast við

Á sama tíma sjá ríki Evrópu sí­fellt fleiri rúss­nesk fingra­för í tengsl­um við ætluð skemmd­ar­verk á mik­il­væg­um innviðum í álf­unni. Erfiðara reyn­ist þeim þó að grípa til viðbragða.

Á meðal grunaðra spell­virkja í stór­um mál­um eru áhafn­ir farm­flutn­inga­skipa og fiski­skipa, sem reynst hafa verið nærri viðkvæm­um mann­virkj­um á hafs­botni á sama tíma og þau urðu fyr­ir skemmd­um, en virðast ann­ars hafa átt lög­mætt er­indi á viðkom­andi hafsvæði.

Sjald­an hafa rann­sak­end­ur náð að tengja áhafn­irn­ar eða skip­in beint við stjórn­völd Rúss­lands.

Þykja Rúss­ar hafa snúið sér í aukn­um mæli að borg­ur­um og kaup­skip­um til að njósna um og mögu­lega ráðast á mik­il­væga innviði, á borð við neðan­sjáv­ar­leiðslur og -teng­ing­ar, orku­mann­virki á hafi úti, sam­göngu­kerfi og her­stöðvar.

mbl.is