Segir ítrekuð nauðgunarmál hafa komið upp

Leigubílaþjónusta | 11. júlí 2024

Segir ítrekuð nauðgunarmál hafa komið upp

„Afleiðingarnar eru vægast sagt skelfilegar og ég efast um að nokkur faðir og þingmaður hefði greitt því atkvæði ef hann mætti búast við því að hans dóttir yrði tekin af einhverjum óprúttnum leigubílstjóra og misþyrmt kynferðislega og raðnauðgað eins og við erum búin að fá ítrekað upp á borð og eru ýmis mál núna í meðferð hjá lögreglunni hvað það varðar.“

Segir ítrekuð nauðgunarmál hafa komið upp

Leigubílaþjónusta | 11. júlí 2024

Formaður Flokks fólksins, Inga Sæland, gagnrýnir Sigurð Inga Jóhannsson og …
Formaður Flokks fólksins, Inga Sæland, gagnrýnir Sigurð Inga Jóhannsson og Framsóknarflokkinn harðlega í nýlegu viðtali. mbl.is/Árni Sæberg/mbl.is/Hari

„Afleiðingarnar eru vægast sagt skelfilegar og ég efast um að nokkur faðir og þingmaður hefði greitt því atkvæði ef hann mætti búast við því að hans dóttir yrði tekin af einhverjum óprúttnum leigubílstjóra og misþyrmt kynferðislega og raðnauðgað eins og við erum búin að fá ítrekað upp á borð og eru ýmis mál núna í meðferð hjá lögreglunni hvað það varðar.“

„Afleiðingarnar eru vægast sagt skelfilegar og ég efast um að nokkur faðir og þingmaður hefði greitt því atkvæði ef hann mætti búast við því að hans dóttir yrði tekin af einhverjum óprúttnum leigubílstjóra og misþyrmt kynferðislega og raðnauðgað eins og við erum búin að fá ítrekað upp á borð og eru ýmis mál núna í meðferð hjá lögreglunni hvað það varðar.“

Þessi orð lét Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, falla í hlaðvarpinu Síðdegisútvarpinu sem Útvarp Saga heldur úti.

Var þátturinn gefinn út í gær í framhaldi af viðtali Morgunblaðsins við formann bif­reiðastjóra­fé­lags­ins Frama.

Til umræðu var því leigubílamarkaðurinn hér á landi, en ný lög um leigubifreiðaakstur voru tekin upp í fyrra. Var þar til að mynda fjöldatakmörkun leigubíla afnumin og geta þeir þá einnig keyrt um merkjalausir.

Enginn hafi hlustað

Segir hún að leigubílstjórar landsins hafi talað fyrir daufum eyrum á þeim tíma er átti að fara í breytingar á lögunum.

„Var hlustað á í rauninni leigubílstjórana okkar hér sem hafa verið að starfa við þessa grein, hafa í áraraðir kynnt sér allt og veitt heilbrigða, örugga þjónustu? Heiðarlega þjónustu þar sem að við höfum verið varin og við höfum haft gjaldmæla og við höfum vitað að hverju við gengjum. Var eitthvað hlustað á leigubílstjóra þegar þeir komu og voru að vara við þeirri þróun sem Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi innviðaráðherra, var að keyra í gegnum þingið? Nei, það var ekki hlustað neitt á þá,“ segir Inga og bætir við.

„Það var líka vitað hvaða afleiðingar þetta hefur haft í mörgum löndum hér í kringum okkur, þar sem búið er að slá svona starfsemi af.“

Nefnir Inga að þjónustan hér sé ekki eins og finna megi í löndum eins og á Spáni og í Bandaríkjunum þar sem eru fyrirtæki á borð við Uber.

„Hér sestu kannski bara upp í bíl með einhverjum brjálæðingi sem fer með þig út í móa og nauðgar þér. Eða rukkar þig tífalt verð á við það sem raunverulega er og er ekki einu sinni með gjaldmæli og í stað þess að endurskoða þessa vá og klippa á þetta ófremdarástand þá er þetta látið viðgangast hjá þessari ríkisstjórn.“

Væntir einskis af ráðherrunum

Inga gagnrýnir Sigurð Inga Jóhannsson og Framsóknarflokkinn harðlega í viðtalinu þar sem hún segir þá hafa keyrt í gegn leigubílafrumvarpið á sínum tíma.

Spurð hvort hún eigi von á að innviðaráðherra taki á málinu eða hvort Sigurður Ingi verði beðinn um að axla ábyrgð á málinu segir Inga einskis vænta af þeim.

„Ég veit ekki hvort þau séu bara svona vanhæf eða réttara sagt hvort þau skorti vit og visku til að geta sinnt störfunum sínum, eða hvort það sé af hreinni illgirni að þau takast ekki á við það að vernda okkur og verja.“

mbl.is