Strokulöxum fækkar í norskum ám

Fiskeldi | 11. júlí 2024

Strokulöxum fækkar í norskum ám

Minna verður vart við eldislax í ám Noregs og voru á síðasta ári færri ár með mikinn eða hóflegan fjölda laxa sem strokið hafa úr norsku sjókvíaeldi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu norsku hafrannsóknastofnunarinnar, Havforskningsinstituttet, fyrir árið 2023 vegna sértsaks vöktunarverkefnis vegna strokulax, að því er segir í umfjöllun Morgunblaðsins.

Strokulöxum fækkar í norskum ám

Fiskeldi | 11. júlí 2024

Vísindamenn finna töluvert færri strokulaxa úr norsku sjókvíaeldi í ám …
Vísindamenn finna töluvert færri strokulaxa úr norsku sjókvíaeldi í ám Noregs. Erfðablöndun telja þeir þó enn áhyggjuefni. Ljósmynd/Havforslningsinstituttet

Minna verður vart við eldislax í ám Noregs og voru á síðasta ári færri ár með mikinn eða hóflegan fjölda laxa sem strokið hafa úr norsku sjókvíaeldi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu norsku hafrannsóknastofnunarinnar, Havforskningsinstituttet, fyrir árið 2023 vegna sértsaks vöktunarverkefnis vegna strokulax, að því er segir í umfjöllun Morgunblaðsins.

Minna verður vart við eldislax í ám Noregs og voru á síðasta ári færri ár með mikinn eða hóflegan fjölda laxa sem strokið hafa úr norsku sjókvíaeldi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu norsku hafrannsóknastofnunarinnar, Havforskningsinstituttet, fyrir árið 2023 vegna sértsaks vöktunarverkefnis vegna strokulax, að því er segir í umfjöllun Morgunblaðsins.

Vöktunin hófst 2014 að beiðni fiskistofu Noregs, Fiskeridirektoratet, og er í skýslunni lagt mat á fjölda strokulaxa í 189 ám á síðasta ári.

Fram kemur í skýrslunni að í 171 á er metið að lítið sé um eldislax eða innan við 4% laxa. Það bendir til batnandi ástands þar sem 86% þeirra vatnsleiða sem voru skoðaðar árið á undan voru taldar hafa lítið um eldislax.

Aðeins 5% ánna á síðasta ári voru með hóflegan fjölda eldislaxa eða á bilinu fjögur til tíu prósent laxa. Árið 2022 voru hins vegar 10% þeirra vatnsleiða sem til skoðunar voru sem höfðu þennan fjölda eldislaxa. Sex prósent áa í skýrslunni fyrir 2022 voru með mikinn fjölda eldislaxa eða yfir 10% fiska. Í fyrra hafði þetta þó lækkað í 5% eða níu af þeim 189 ám sem til skoðunar voru.

Fækkunin bendir því til þess að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til í þeim tilgangi að fækka tilfellum þar sem lax sleppur úr kvíum hafa virkað. Þetta álykta höfundar skýrslunnar og benda á fjöldi þeirra laxa sem sleppa í hlutfalli af framleiðslu er innan við 0,1%.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is