Allt nötrar áfram í herbúðum demókrata

Joe Biden Bandaríkjaforseti | 12. júlí 2024

Allt nötrar áfram í herbúðum demókrata

Strax í kjölfar blaðamannafundar Joe Bidens Bandaríkjaforseta fjölgaði í hópi þingmanna demókrata á Bandaríkjaþingi sem skora á forsetann að draga framboð sitt til baka.

Allt nötrar áfram í herbúðum demókrata

Joe Biden Bandaríkjaforseti | 12. júlí 2024

Joe Biden á blaðamannafundinum í gær.
Joe Biden á blaðamannafundinum í gær. AFP/Mandel Ngan

Strax í kjölfar blaðamannafundar Joe Bidens Bandaríkjaforseta fjölgaði í hópi þingmanna demókrata á Bandaríkjaþingi sem skora á forsetann að draga framboð sitt til baka.

Strax í kjölfar blaðamannafundar Joe Bidens Bandaríkjaforseta fjölgaði í hópi þingmanna demókrata á Bandaríkjaþingi sem skora á forsetann að draga framboð sitt til baka.

Þar af var þungavigtarmaðurinn Jim Himes, hæst setti Demókratinn í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildarinnar. Nú eru á annan tug þingmanna flokksins sem skora á Biden að draga framboðið til baka. 

Axios greinir frá því að í samtali við tvo ónafngreinda þingmenn demókrata að Biden hafi ekki tekist að stöðva titringinn í Demókrataflokknum. 

Betri frammistaða en í kappræðunum

Biden þykir hafa staðið sig betur á blaðamannafundi sem hann hélt í gær en í kappræðunum fyrir rúmlega tveimur vikum en þrátt fyrir það þá eru aðallega tvö atvik sem fólk man helst eftir.

Nokkrum klukkutímum fyrir blaðamannafundinn kynnti hann Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seta sem „Pútín for­seta“ og svo á sjálfum blaðamannafundinum þegar hann vísaði til Kamölu Harris vara­for­seta síns sem Trumps vara­for­seta.

Í greiningu á CNN segir að frammistaða hans hafi ekki bundið enda á framboð hans, en sanni engu að síður af hverju það sé svo erfitt fyrir Biden að bjarga framboðinu.

Ekki eini maðurinn sem getur sigrað Trump

Þá vakti athygli þegar Biden viðurkenndi í fyrsta sinn að hann væri ekki eini maðurinn sem gæti sigrað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann varði Kamölu Harris af miklum krafti og sagði hana hafa margt til brunns að bera.

Hann sagði að skoðanakannanir sýndu að hann væri sigurstranglegasti frambjóðandinn til að sigra Trump en viðurkenndi jafnframt í fyrsta sinn að aðrir demókratar gætu það líka.

„Ég tel mig hæfastan til að stjórna og ég tel mig hæfastan til að sigra, en það eru aðrir sem gætu sigrað Trump líka,“ sagði hann. „En það er voðalega erfitt að byrja frá grunni.“

„Enginn er að segja það“

Hann var spurður hvort hann myndi rétta Kamölu keflið ef hún myndi fá meira fylgi en hann í skoðanakönnunum en hann tók fyrir það. Þó sagði hann að ef kannanir sýndu að hann ætti engan möguleika á sigri þá væri það annað mál.

„En enginn er að segja það,“ sagði hann.

Biden hét því að halda áfram í forsetakosningunum. „Ég er ákveðinn í að bjóða mig fram,“ sagði Biden.

Hann gerði lítið úr því að skoðanakannanir sýndu að hann sé að tapa á móti Trump og hélt því fram að hann væri hæfastur til að sinna starfinu.

Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, er orðuð við forsetatilnefningu Demókrataflokksins ef …
Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, er orðuð við forsetatilnefningu Demókrataflokksins ef Biden ákveður að stíga til hliðar. AFP

Sýndi góðan skilning á utanríkismálum

Hann viðurkenndi þó að dagskrá forsetaembættisins væri orðin krefjandi og kvartaði yfir því að starfsmenn hans ættu það til að setja of mikið á dagskrá hjá honum.

Biden sýndi samt sem áður að hann hafði enn góðan skilning á utanríkismálum. Hann svaraði spurningum ítarlega og lengi um ýmis utanríkismál, meðal annars þegar hann sagðist reiðubúinn að rjúfa samband Kína og Rússlands.

„Við verðum að tryggja að Xi skilji að það er til mikils að vinna,“ sagði Biden og vísaði til Xi Jinping, forseta Kína.

CNN

New York Times

Axios

mbl.is