Laufey og Sinfónían rokseljast á ný

Laufey | 12. júlí 2024

Laufey og Sinfónían rokseljast á ný

Tónleikaplata Laufeyjar og Sinfóníu Íslands er ein best selda plata á plötusafnarasíðunni Discogs það sem af er ári. Vínillinn er í 23. sæti á lista mest seldu platna á fyrstu 6 mánuðum 2024 þrátt fyrir að hafa komið út seint í apríl.

Laufey og Sinfónían rokseljast á ný

Laufey | 12. júlí 2024

Laufey Lín Jónsdóttir lék á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið …
Laufey Lín Jónsdóttir lék á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2022. Platan virðist nú afar eftirsótt af söfnurum. mbl.is/Hákon

Tónleikaplata Laufeyjar og Sinfóníu Íslands er ein best selda plata á plötusafnarasíðunni Discogs það sem af er ári. Vínillinn er í 23. sæti á lista mest seldu platna á fyrstu 6 mánuðum 2024 þrátt fyrir að hafa komið út seint í apríl.

Tónleikaplata Laufeyjar og Sinfóníu Íslands er ein best selda plata á plötusafnarasíðunni Discogs það sem af er ári. Vínillinn er í 23. sæti á lista mest seldu platna á fyrstu 6 mánuðum 2024 þrátt fyrir að hafa komið út seint í apríl.

A Night At The Symphony er tónleikaplata Laufeyjar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem tekin var upp á tónleikum sem haldnir voru í Eldborgarsal Hörpunnar veturinn 2022. Platan lenti á streymisveitum í mars 2023 og í ár kom hún loksins út á vínil. 

Fyrsta vínilútgáfan af plötunni var gefin út þann 20. apríl í aðeins 4.200 eintökum. 

Sú útgáfa virðist nú vera afar eftirsótt þar sem hún situr nú í 23. sæti á metsölulista Discogs fyrir 2024 og situr platan því mitt á milli plötunnar Blond eftir Frank Ocean og tónleikaplötu Talking Heads.

A Night At The Symphony er tónleikaplata Laufeyjar og Sinfóníuhljómsveitar …
A Night At The Symphony er tónleikaplata Laufeyjar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem tekin var upp á tónleikum í Hörpu í vor. Plötuumslag/Spotify

Aldrei fleiri hlustað á Ég veit þú kemur

Á tónleikunum spiluðu Laufey og Sinfónían ekki aðeins lög eftir Laufeyju heldur tóku einnig hinar ýmsu djassperur, m.a. lagið Ég veit þú kemur, sem samið er af Oddgeiri Kristjánssyni en textinn eftir lagasmiðinn Ástgeir Kristinn Ólafsson, eða Ása í Bæ.

Upprunalegur fluttning Ellýjar Vilhjálmsdóttur á laginu hefur vitaskuld verið sá þekktasti, þar til nú.

Á Spotify hefur fluttningur Laufeyjar og Sinfóníunnar á Ég veit þú kemur hlotið tæplega 7 milljónir hlustana – u.þ.b. þrefallt fleiri hlustanir en allar aðrar útgáfur lagsins hafa fengið samanlag og allt að sexfallt fleiri hlustanir en fluttningur Ellýjar.

Það kann þess vegna að vera að þetta íslenska þjóðhátíðarlag frá árinu 1962 hefur náð nýjum vinsældum erlendis.

Hver veit? Kannski hefur Ellý fyrir vikið eignast nýjan aðdáendahóp utan íslenskra landsteina. 

mbl.is