Lisa Kudrow rýfur þögnina

Poppkúltúr | 12. júlí 2024

Lisa Kudrow rýfur þögnina

Leikkonan Lisa Kudrow, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem Pheobe í sjónvarpsþáttunum Friends, hefur rofið þögnina og sagt frá sínum sönnu tilfinningum gagnvart áhorfendunum sem sátu úti í sal við tökur á öllum Friends-seríunum. Áhorfendurnir eru líklega mörgum kunnugir, en eftir hvert grínatriði í þáttunum mátti heyra þá hlæja. 

Lisa Kudrow rýfur þögnina

Poppkúltúr | 12. júlí 2024

Jennifer Aniston og Lisa Kudrow.
Jennifer Aniston og Lisa Kudrow. Samsett mynd

Leikkonan Lisa Kudrow, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem Pheobe í sjónvarpsþáttunum Friends, hefur rofið þögnina og sagt frá sínum sönnu tilfinningum gagnvart áhorfendunum sem sátu úti í sal við tökur á öllum Friends-seríunum. Áhorfendurnir eru líklega mörgum kunnugir, en eftir hvert grínatriði í þáttunum mátti heyra þá hlæja. 

Leikkonan Lisa Kudrow, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem Pheobe í sjónvarpsþáttunum Friends, hefur rofið þögnina og sagt frá sínum sönnu tilfinningum gagnvart áhorfendunum sem sátu úti í sal við tökur á öllum Friends-seríunum. Áhorfendurnir eru líklega mörgum kunnugir, en eftir hvert grínatriði í þáttunum mátti heyra þá hlæja. 

Leikkonan Jennifer Aniston hélt því nýlega fram að Kudrow hafi hatað að hafa áhorfendur viðstadda við tökur þáttanna.

Nú hefur Kudrow svarað fyrir sig en hún segir í samtali við Entertainment Tonight að áhorfendurnir hefðu aðeins farið í taugarnar á sér ef þeir hlógu of lengi. 

„Þetta er ekki svona fyndið!“

Aniston hélt því fram að Kudrow hafi sagt við áhorfendur: „Ég er ekki búin! Þetta er ekki svona fyndið!“ eftir að salurinn sprakk úr hlátri í einum þættinum.

„Guð blessi þau. Þau voru svo spennt að vera þarna að stundum urðu hlátrasköllin bara lengri heldur en ef þau færu að hlæja að einhverju öðru, en þá sagði ég þeim stundum að taka því rólega því þetta væri ekki svona hrikalega fyndið,“ segir Kudrow. 

Tökur á ástsælu Friends–þáttunum voru í fullum gangi á árunum 1994 til 2004 sem skiluðu tíu sjónvarpsseríum um vinina Rachel, Pheobe, Monicu, Joey, Ross og Chandler. 

Kudrow er um þessar mundir að horfa á allar tíu Friends-sjónvarpsþáttaseríurnar sem hún hefur ekki gert eftir að tökum á þáttunum lauk. Hún segist vera að horfa á þættina til heiðurs leikaranum Matthew Perry, sem fór með hlutverk Chandlers Bing í þáttunum, en hann lést í október í fyrra. 

New York Post

mbl.is