Máli ákæruvaldsins gegn leikaranum Alec Baldwin, sem var sakaður um manndráp af gáleysi, hefur verið vísað frá dómi.
Máli ákæruvaldsins gegn leikaranum Alec Baldwin, sem var sakaður um manndráp af gáleysi, hefur verið vísað frá dómi.
Máli ákæruvaldsins gegn leikaranum Alec Baldwin, sem var sakaður um manndráp af gáleysi, hefur verið vísað frá dómi.
Að sögn dómarans Mary Marlow Sommer hélt ákæruvaldið mikilvægum sönnunargögnum vísvitandi frá verjendum leikarans.
„Er það niðurstaða dómstólsins að þessi framkoma hafi verið skaðleg fyrir stefnda,“ sagði Sommer er hún greindi frá ákvörðun sinni.
Baldwin var ákærður fyrir manndráp af gáleysi eftir að hafa skotið samstarfskonu sína Halyna Hutchins til bana með leikmunabyssu við tökur á kvikmyndinni Rust í október árið 2021.
Þetta var tilfinningaþrungin stund fyrir Baldwin sem brast í grát er hann faðmaði lögfræðing sinn og sína nánustu fjölskyldu.
Alex Spiro, lögfræðingur Baldwins, sakaði lögregluna um að hafa grafið sönnunargögnin og svipt verjendum tækifæri til að berja þau augum.
Marissa Poppel, sem kom að rannsókn vettvangsins, sagðist hafa skráð sönnunargögnin en að hún hefði fengið leiðbeiningar um að skrá þau ekki undir Rust-málinu.
Saksóknarinn Kari Morrissey sagðist hvorki hafa séð né heyrt af þessum sönnunargögnum. Fljótlega kom þó í ljós að Morrissey hafði verið viðstödd þegar ákvörðunin að skrá sönnunargögnin ekki undir Rust-málinu var tekin.