Myndskeið sýnir viðbrögð Bjarna við mistökunum

Joe Biden Bandaríkjaforseti | 12. júlí 2024

Myndskeið sýnir viðbrögð Bjarna við mistökunum

Þjóðarleiðtogar voru nokkuð stífir er Joe Biden Banda­ríkja­for­seti kynnti Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seta sem „Pútín for­seta“ við at­höfn á leiðtoga­fundi Atlants­hafs­banda­lags­ins í gær.

Myndskeið sýnir viðbrögð Bjarna við mistökunum

Joe Biden Bandaríkjaforseti | 12. júlí 2024

Joe Biden Bandaríkjaforseti og Volodimír Selenskí Úkraínuforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Volodimír Selenskí Úkraínuforseti. AFP

Þjóðarleiðtogar voru nokkuð stífir er Joe Biden Banda­ríkja­for­seti kynnti Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seta sem „Pútín for­seta“ við at­höfn á leiðtoga­fundi Atlants­hafs­banda­lags­ins í gær.

Þjóðarleiðtogar voru nokkuð stífir er Joe Biden Banda­ríkja­for­seti kynnti Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seta sem „Pútín for­seta“ við at­höfn á leiðtoga­fundi Atlants­hafs­banda­lags­ins í gær.

Myndskeið af þjóðarleiðtogunum sýna viðbrögð þjóðarleiðtoganna og Selenskís. Í einu myndskeiðinu má meðal annars sjá Bjarna Benediktsson forsætisráðherra, sem virðist bíða með að klappa eins og sumir aðrir þjóðarleiðtogar.

Selenskí ekki skemmt

Í seinna myndskeiðinu má sjá viðbrögð Selenskís sem virðist ekki vera skemmt í byrjun. Hann sagði svo að hann væri miklu betri en Pútín. 

Biden leiðrétti sig skömmu eft­ir að hann lét orðin falla, en að sögn blaðamanna á staðnum var það eft­ir að viðstadd­ir höfðu kallað fram nafn Selenskís í kjöl­far mistaka Bidens.

mbl.is