Segja 32 hafa verið drepna í árásum Ísraela

Ísrael/Palestína | 12. júlí 2024

Segja 32 hafa verið drepna í árásum Ísraela

32 manns á Gasasvæðinu voru drepnir í árásum Ísraelshers í nótt, að sögn heilbrigðisráðuneytis á svæðinu sem Hamas-samtökin stjórna. Rúmlega níu mánuðir eru liðnir síðan átökin á milli Ísraela og Hamas hófust.

Segja 32 hafa verið drepna í árásum Ísraela

Ísrael/Palestína | 12. júlí 2024

Palestínumenn á gangi í hverfinu Shujaiya, austur af Gasaborg í …
Palestínumenn á gangi í hverfinu Shujaiya, austur af Gasaborg í gær. AFP/Omar Al-Qattaa

32 manns á Gasasvæðinu voru drepnir í árásum Ísraelshers í nótt, að sögn heilbrigðisráðuneytis á svæðinu sem Hamas-samtökin stjórna. Rúmlega níu mánuðir eru liðnir síðan átökin á milli Ísraela og Hamas hófust.

32 manns á Gasasvæðinu voru drepnir í árásum Ísraelshers í nótt, að sögn heilbrigðisráðuneytis á svæðinu sem Hamas-samtökin stjórna. Rúmlega níu mánuðir eru liðnir síðan átökin á milli Ísraela og Hamas hófust.

Fólkið var drepið á meðan á átökum stóð víðs vegar um Gasasvæðið. Á sama tíma halda viðræður áfram um vopnahlé og lausn gísla.

„32 píslarvottar, meirihluti þeirra börn og konur, voru fluttir á sjúkrahús í nótt vegna áframhaldandi fjöldamorða“ Ísraelshers, sagði í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.

Ísraelsher skýtur í átt að Gasasvæðinu.
Ísraelsher skýtur í átt að Gasasvæðinu. AFP/Jack Guez

Fjölmiðlar Hamas greindu frá „yfir 70 loftárásum“ á þó nokkrum svæðum á Gasa, þar á meðal í Gasaborg á norðurhluta Gasasvæðisins, flóttamannabúðunum Nuseirat á miðhluta svæðisins og í borgunum Khan Yunis og Rafah í suðri.

Ísraelsher sagði í morgun að hersveitirnar héldu áfram aðgerðum sínum í Rafah, skammt frá egypsku landamærunum. „Undanfarinn sólarhring hafa hersveitirnar útrýmt mörgum hryðjuverkamönnum í bardögum á jörðu niðri og loftárásum og eyðilagt innviði hryðjuverkamanna á svæðinu,“ sagði herinn í yfirlýsingu.

mbl.is