Æðislegur helgarréttur sem börnin eiga eftir að elska

Uppskriftir | 13. júlí 2024

Æðislegur helgarréttur sem börnin eiga eftir að elska

Hér er á ferðinni quesadillas með pulled pork, rjómaosti og cheddar osti sem kemur úr smiðju Andreu Gunnarsdóttur matarbloggara sem heldur úti sinni eigin uppskriftavef sem ber einfaldlega heitið Andrea Gunnars. Þessi réttur er fullkominn til að útbúa og framreiða um helgi og leyfa börnunum að taka þátt. Osturinn fær að njóta sín í þessum rétti sem og Taco Bell sósan sem er ómótstæðilega góð. Það er vel hægt að mæla með þessum rétt sem góðu fjölskyldurétti og börnin eiga eftir að elska þennan rétt. Vert að bera fram ferskt salat að eigin vali með réttinum ef vill.

Æðislegur helgarréttur sem börnin eiga eftir að elska

Uppskriftir | 13. júlí 2024

Quesadillas með pulled pork, rjómaosti og cheddar osti borið fram …
Quesadillas með pulled pork, rjómaosti og cheddar osti borið fram með söxuðum rauðlauk, tortillaflögum og Taco bell sósu. Ljósmynd/Andrea Gunnarsdóttir

Hér er á ferðinni quesadillas með pulled pork, rjómaosti og cheddar osti sem kemur úr smiðju Andreu Gunnarsdóttur matarbloggara sem heldur úti sinni eigin uppskriftavef sem ber einfaldlega heitið Andrea Gunnars. Þessi réttur er fullkominn til að útbúa og framreiða um helgi og leyfa börnunum að taka þátt. Osturinn fær að njóta sín í þessum rétti sem og Taco Bell sósan sem er ómótstæðilega góð. Það er vel hægt að mæla með þessum rétt sem góðu fjölskyldurétti og börnin eiga eftir að elska þennan rétt. Vert að bera fram ferskt salat að eigin vali með réttinum ef vill.

Hér er á ferðinni quesadillas með pulled pork, rjómaosti og cheddar osti sem kemur úr smiðju Andreu Gunnarsdóttur matarbloggara sem heldur úti sinni eigin uppskriftavef sem ber einfaldlega heitið Andrea Gunnars. Þessi réttur er fullkominn til að útbúa og framreiða um helgi og leyfa börnunum að taka þátt. Osturinn fær að njóta sín í þessum rétti sem og Taco Bell sósan sem er ómótstæðilega góð. Það er vel hægt að mæla með þessum rétt sem góðu fjölskyldurétti og börnin eiga eftir að elska þennan rétt. Vert að bera fram ferskt salat að eigin vali með réttinum ef vill.

Andrea ber tortillurnar fram með fersku salati.
Andrea ber tortillurnar fram með fersku salati. Ljósmynd/Andrea Gunnarsdóttir

Quesadillas með pulled pork, rjómaosti og cheddar osti

Fyrir 4-5

  • 900 g svínahnakki í sneiðum
  • 1 bréf taco krydd
  • Smjör til steikingar
  • 1 laukur, skorinn í báta
  • 3 dl BBQ sósa

Annað meðlæti með réttinum

  • Rjómaostur
  • Rifinn cheddarostur
  • 8 tortillur (minni gerðin)
  • Rauðlaukur, fínhakkaður
  • Steinselja, smátt söxuð
  • Tortilla flögur, muldar
  • Taco Bell sósa, uppskrift fyrir neðan

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofninn í 110°C.
  2. Nuddið grísahnakkann með taco kryddi og steikið á pönnu upp úr smjöri á háum hita þangað til kjötið er komið með fallega steikingarhúð.
  3. Raðið sneiðunum í eldfast mót, raðið lauk yfir og endið á að setja BBQ sósu yfir allt.
  4. Setjið álpappír yfir mótið og eldið í ofni í 10 klukkutíma.

Samsetning:

  1. Þegar kjötið er tilbúið er það tætt í sundur með tveim göfflum og látið kólna þar til hægt er að vinna með það.
  2. Smyrjið tortilla kökur með rjómaosti, setjið pulled pork á annan helming kökunnar og cheddarost yfir kjötið.
  3. Brjótið hinn helminginn yfir kjötið og ostinn þannig að úr verði hálfmáni.
  4. Hitið bragðdaufa olíu á pönnu og steikið quesadillurnar á báðum hliðum þar til þær hafa fengið fallegan lit og osturinn er bráðnaður.
  5. Berið fram með Taco Bell sósunni, rauðlauk, steinselju, muldum tortilla flögum og fersku salati eftir smekk.

Taco Bell sósa

  • ¾ bolli majónes
  • ¼ bolli sýrður rjómi
  • 3 msk. jalapeno úr krukku, fínhakkað
  • 3 msk. jalapeno safi
  • 2 tsk. paprikukrydd
  • 2 tsk. cumin
  • 2 tsk. hvítlauksduft
  • 1 tsk. laukduft
  • ½ tsk. chili duft
  • ½ tsk. salt

Aðferð:

  1. Setjið allt hráefnið í skál og blandið vel saman.
  2. Geymið í ísskáp í lokuðu íláti þar til borið fram.
mbl.is