Einstakt að ala börn upp erlendis þó það taki stundum á

5 uppeldisráð | 13. júlí 2024

Einstakt að ala börn upp erlendis þó það taki stundum á

Sara Snædís Ólafsdóttir, stofnandi og eigandi Withsara, er búsett á Marbella á Spáni ásamt manni sínum, Stefáni Jökli Stefánssyni, og dætrum þeirra tveimur, Áróru Snædísi sem er níu ára og Sigurbjörgu Sóleyju sem er sex ára. 

Einstakt að ala börn upp erlendis þó það taki stundum á

5 uppeldisráð | 13. júlí 2024

Sara Snædís Ólafsdóttir er búsett á Marbella á Spáni ásamt …
Sara Snædís Ólafsdóttir er búsett á Marbella á Spáni ásamt fjölskyldu sinni.

Sara Snædís Ólafsdóttir, stofnandi og eigandi Withsara, er búsett á Marbella á Spáni ásamt manni sínum, Stefáni Jökli Stefánssyni, og dætrum þeirra tveimur, Áróru Snædísi sem er níu ára og Sigurbjörgu Sóleyju sem er sex ára. 

Sara Snædís Ólafsdóttir, stofnandi og eigandi Withsara, er búsett á Marbella á Spáni ásamt manni sínum, Stefáni Jökli Stefánssyni, og dætrum þeirra tveimur, Áróru Snædísi sem er níu ára og Sigurbjörgu Sóleyju sem er sex ára. 

Fjölskyldan kann afar vel við sig á Spáni, en áður en þau fluttu til Marbella voru þau búsett í Stokkhólmi í Svíþjóð í sex ár. „Við vildum bara aðeins breyta til, sjá og læra eitthvað nýtt og njóta lífsins,“ segir Sara. 

Sara þjálfar fjölda kvenna um allan heim, en hún er …
Sara þjálfar fjölda kvenna um allan heim, en hún er stofnandi og eigandi Withsara.

„Helsti munurinn við að búa erlendis er auðvitað að maður hefur lítið bakland og fjölskyldan verður teymi sem gerir nánast allt saman. Það var alveg einstakt að upplifa það þegar stelpurnar voru yngri og ég hefði ekki viljað hafa það neitt öðruvísi. Auðvitað tekur það líka á stundum og á erfiðum dögum væri gott að geta hringt í ömmu eða afa og fengið hjálp við að sækja í leikskólann. En það reddast einhvern veginn alltaf allt og maður venst því umhverfi og aðstæðum sem maður er í,“ útskýrir hún.

Hér deilir Sara sínum fimm bestu uppeldisráðum með lesendum fjölskylduvefs mbl.is.

1. Vera í núinu 

„Það er mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr að börn upplifi mann með sér í núinu, alveg óáreitt. Börn eru svo næm og finna það um leið ef þau fá ekki óskipta athygli. Auðvitað er erfitt að gera það í langan tíma í senn en ég hef vanið mig á það í mörg ár að gefa þeim alltaf tíma á hverjum degi, 20 til 30 mínútur, þar sem ég bara sit og er alveg 100% með þeim. Kannski eru þær að leika sér, lesa, gera heimavinnu eða bara eitthvað að spjalla.

Mér sjálfri þykir þetta alveg einstaklega mikilvæg stund þar sem það er svo mikið áreiti og hraði frá degi til dags að á þessum tímapunkti er ég eingöngu með stelpunum og gef þeim alla athyglina mína. Það fylgir þessu ákveðin ró og núvitund og ég held að það sé gott fyrir börn og fullorðna að finna þá tilfinningu.“

Söru þykir mikilvægt að gefa sér tíma til að vera …
Söru þykir mikilvægt að gefa sér tíma til að vera óáreitt í núinu með fjölskyldu sinni.

2. Næra sjálfstæða hugsun

„Sjálfstæð hugsun er svo mikilvæg og hjálpar svo við að byggja upp sjálfsöryggi og hugmyndaflug. Í því felst að leyfa þeim að upplifa og finna upp á hlutum sjálf. Maðurinn minn lagði mikið upp úr því að leyfa þeim að leiðast þegar þær voru yngri en það hefur skilað sér í því að þær eru mjög duglegar að finna upp á hlutum að gera. Það er svo freistandi að skipta sér að öllu og koma með hugmyndir en oft borgar sig að leyfa þeim bara að finna út úr hlutunum sjálf og læra að treysta sjálfum sér.“

Sara og Stefán leggja mikið upp úr því að efla …
Sara og Stefán leggja mikið upp úr því að efla sjálfstæða hugsun hjá dætrum sínum.

3. Leyfa sér að gera mistök og ekki taka sjálfum sér of alvarlega

„Það er svo mikilvægt að gera mistök og læra af þeim, bæði fyrir börn og fullorðna. Við erum mjög opin með það þegar við höfum gert mistök, förum yfir hvað hefði mátt fara betur og svo hvað sé hægt að læra af þessu öllu. Mistök eru ekki af hinu slæma heldur partur af því að vaxa, þroskast, eflast og læra, bæði fyrir stóra og smáa.“

4. Opin samskipti og góð tengsl

„Það er svo gott að líða eins og hægt sé að tala um allt og létta á sér í öruggu umhverfi. Yngri dóttir mín á töluvert auðveldara með það en mín eldri og kemur yfirleitt af fyrra bragði og segir mér það sem liggur henni á hjarta. Mín eldri á aðeins erfiðara með að opna á eitthvað og það tekur oft tíma. En kvöldstundirnar eru okkar tími þar sem hún liggur í ró og næði ein með mér að þá opnast á flóðgátt. Að gefa sér tíma fyrir þessar stundir er nauðsynlegt að mínu mati þó svo að fara að sofa á réttum tíma, sofna sjálf og annað skipti líka máli, þá fyrir hana eru þessar stundir eitthvað sem trompar það allt.

Í mörg ár höfum við líka haldið fjölskyldufundi og þeir eru teknir mjög hátíðlega. Þá er komið sér fyrir í sófanum og alltaf einn sem leiðir fundinn. Þar er tekið á stóru málunum eins og t.d. ef það hafa komið upp ágreiningar eða einhver er ósammála, þá er það rætt og farið yfir hvað hefði betur mátt fara og af hverju ósættin komu upp. Einnig er tækifærið notað til að hrósa þegar eitthvað hefur gengið vel og markmiðum hafa verið náð. Svo eru nýjar reglur líka stundum kynntar til leiks á fjölskyldufundum og farið yfir þær á léttan máta svo að það sé skemmtilegra og auðveldara að fylgja þeim eftir.“

Opin samskipti og góð tengsl eru lykilatriði að mati Söru.
Opin samskipti og góð tengsl eru lykilatriði að mati Söru.

5. Sveigjanleiki og fara með flæðinu

„Ég er alveg á því að það er ekki til ein leið hvernig best sé að ala upp börn, því börn þurfa svo ólíka hluti og nálgun. Mínar tvær eru mjög ólíkar á margan hátt og þarfir þeirra líka. Það þarf bara að sýna skilyrðislausa ást og þolinmæði og fara svolítið með flæðinu. Stundum erum við alveg upp á okkar besta og svo aðra daga erum við það ekki og það þarf að sýna sjálfum sér mildi og muna að við erum að alltaf að reyna að gera eins vel og við getum í þeim aðstæðum sem við erum.“

View this post on Instagram

A post shared by SARA SNÆDIS (@sarasnaedis)

mbl.is