„Er alls ekki hrædd við að fara út fyrir þægindarammann“

Snyrtibuddan | 13. júlí 2024

„Er alls ekki hrædd við að fara út fyrir þægindarammann“

Hin 22 ára gamla Hafdís Sól Björnsdóttir hefur haft áhuga á tísku frá því hún man eftir sér og alltaf pælt mikið í því hverju hún klæðist. Á sínum yngri árum fékk Hafdís mikið frelsi til að klæða sig eftir eigin höfði sem hún segir hafa mótað fatastílinn sinn í dag.

„Er alls ekki hrædd við að fara út fyrir þægindarammann“

Snyrtibuddan | 13. júlí 2024

Hafdís Sól Björnsdóttir er með flottan fatastíl og segist vera …
Hafdís Sól Björnsdóttir er með flottan fatastíl og segist vera óhrædd við að fara út fyrir þægindaramann þegar kemur að tísku.

Hin 22 ára gamla Hafdís Sól Björnsdóttir hefur haft áhuga á tísku frá því hún man eftir sér og alltaf pælt mikið í því hverju hún klæðist. Á sínum yngri árum fékk Hafdís mikið frelsi til að klæða sig eftir eigin höfði sem hún segir hafa mótað fatastílinn sinn í dag.

Hin 22 ára gamla Hafdís Sól Björnsdóttir hefur haft áhuga á tísku frá því hún man eftir sér og alltaf pælt mikið í því hverju hún klæðist. Á sínum yngri árum fékk Hafdís mikið frelsi til að klæða sig eftir eigin höfði sem hún segir hafa mótað fatastílinn sinn í dag.

„Ég fékk rosa mikið að stjórna því sjálf þegar ég var yngri í hverju ég klæddist og byrjaði mjög ung að velja mér föt til að versla sjálf. Ég horfi til baka og velti því fyrir mér hvað foreldrar mínir voru að spá því þetta voru ekkert rosalega fallegar samsetningar hjá mér – en á sama tíma er ég mjög þakklát fyrir frelsið því það hefur mótað hvernig fatastíl ég bý yfir í dag og er alls ekki hrædd við að fara út fyrir þægindarammann,“ segir Hafdís, en hún er næstyngst af sex systkinum og ólst upp á líflegu heimili. 

„Það hefur alltaf verið nóg af lífi og fjöri í kringum mig. Það má segja að ég lifi eftir því, ég elska að hafa mikið að fólki í kringum mig og vil alltaf vera að gera eitthvað. Mér líður best í félagsskap annarra, hvort sem það er í hversdagslífinu eða á samkomum, og finn ánægju í því að vera stöðugt á ferð og flugi,“ bætir hún við. 

Á sínum yngri árum fékk Hafdís mikið frelsi til að …
Á sínum yngri árum fékk Hafdís mikið frelsi til að klæða sig eftir eigin höfði.

Í dag stundar Hafdís nám í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík og stefnir á að fara í meistaranám með áherslu á markaðsmál að grunnnámi loknu, en hún segir drauminn vera að vinna við eitthvað sem tengist tísku og fötum sama á hvernig formi það sé. 

Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum?

„Það fer rosalega eftir árstíðum og hvernig týpa ég vil vera þann dag, það er alltaf mismunandi. Ég myndi lýsa fatastílnum mínum sem klassískum en fjölbreyttum, með áherslu á vönduð snið og áberandi aukahluti – til dæmis með því að vera í áberandi jakka, með mikið skart, áberandi veski eða skóm. Ef ég veit ekki í hverju ég á að vera lendi ég oftast á því að fara bara í einhverju einföldu en poppa það svo upp með fallegum aukahlutum.“

Hafdís leggur áherslu á vönduð snið og þykir gaman að …
Hafdís leggur áherslu á vönduð snið og þykir gaman að nota áberandi fylgihluti til að poppa dressið upp.

Hvernig klæðir þú þig dagsdaglega?

„Mér finnst eiginlega erfiðast að þurfa að finna dress fyrir daglega lúkkið, en ég mæti daglega upp í skóla og er því dressið alltaf í takt við það – flott en þægilegt. Ég elska að vakna á morgnana og finna í hverju ég á að vera. Eiginlega eina ástæðan af hverju ég fæ mig til þess að vakna og mæta í skólann er til að finna flott „outfit“ og sýna öðrum í hverju ég er, en mæti oft seint því ég er að reyna púsla einhverju saman.

Ég er oftast í einhverjum þægilegum buxum og peysu eða bol, og hendi svo einhverjum nettum jakka yfir mig. Svo spilar skartið og aukahlutirnir alltaf stórt hlutverk í þessum klassísku „outfitum“ – það er magnað hvað nokkrir hringir eða fallegt belti getur gert mikið.“

Að ákveða dress dagsins kemur Hafdísi fram úr á morgnana, …
Að ákveða dress dagsins kemur Hafdísi fram úr á morgnana, en henni þykir fátt skemmtilegra en að setja saman dress fyrir daginn.

En þegar þú ferð eitthvað fínt?

„Ég nýti öll tækifæri sem ég fæ þegar ég er að fara eitthvað aðeins fínna að fara í hælaskó. Ég elska hælaskó, mér finnst maður geta verið í hvaða dressi sem er en gert það svo mikið fínna með því að fara í hæla.

Það er í miklu uppáhaldi hjá mér núna þegar ég er að fara t.d. út að borða að vera í mjög síðum og smá stórum buxum, oddmjóum hælum, einföldum bol og einhverjum töffara jakka yfir, t.d. leðurjakka eða racer-jakka. Ég er ekki mikið fyrir að vera í kjól eða pilsi og það gerist mjög sjaldan að ég sést í slíku.“

Hafdís nýtir öll tækifæri sem gefast til að fara í …
Hafdís nýtir öll tækifæri sem gefast til að fara í hælaskó.

Hvar sækir þú tískuinnblástur?

„Mjög mikið í fólkinu í kringum mig. Ég er mjög heppin að vera umkringd mikið af fólki með flottan stíl sem ég fæ innblástur frá. Svo auðvitað á samfélagsmiðlum og þá aðallega á Pinterest, Instagram og TikTok, en ég get alveg sokkið lengst ofan í þessi öpp þegar ég er að leita að innblæstri.“

Hafdís sækir tískuinnblástur frá fólkinu í kringum hana.
Hafdís sækir tískuinnblástur frá fólkinu í kringum hana.

Áttu þér uppáhaldsflíkur/ur?

„Nei á enga uppáhaldsflík í augnablikinu en fötin úr fataskápnum hans pabba sem ég hef tekið að mér og gefið nýtt líf eftir að hann lést munu alltaf vera flíkur sem mér þykir mest vænt um og mun aldrei losa mig við.“

Hafdís heldur mikið upp á fötin sem faðir hennar átti …
Hafdís heldur mikið upp á fötin sem faðir hennar átti enda hafa þau mikið tilfinningalegt vægi.

En uppáhaldsskó og -fylgihlut?

„Ég myndi segja að allir hælaskórnir mínir séu uppáhaldsskórnir, en uppáhaldsfylgihluturinn er örugglega úr sem amma mín átti og Valentino sólgleraugun mín sem ég keypti hjá Mammamia Vintage.“

Hafdís á erfitt með að gera upp á milli hælaskónna …
Hafdís á erfitt með að gera upp á milli hælaskónna sem hún á, enda eru hælaskór í sérstöku uppáhaldi hjá henni.

Hvað er á óskalistanum hjá þér í fataskápinn?

„Núna upp á síðkastið hefur mig langað í flottan racer-jakka, held að ég þurfi að fara að kíkja á vinkonur mínar í Mammamia Vintage, þær eru alltaf með gott úrval af svoleiðis jökkum. Frost loðhúfan frá Feldi er búin að vera á óskalistanum í smá tíma, ætli það verði ekki eitthvað sem maður fjárfestir í fyrir næsta vetur. Svo hefur mig lengi langað að kaupa mér nýjan hring frá SIGN, skartið þar er í miklu uppáhaldi.“

Racer-jakki er efst á óskalista Hafdísar.
Racer-jakki er efst á óskalista Hafdísar.

Áttu þér uppáhaldsmerki? Hvar verslar þú oftast?

„Ég er frekar dugleg að „thrifta“ og versla voða mikið bara hér og þar þannig ég á mjög lítið af flíkum frá sama merki. En upp á síðkastið hef ég verið mjög hrifin af vörumerkinu Diesel en svo finnst mér búðirnar Mammamia Vintage, Nebraska og B12space vera að gera góða hluti og finnst alltaf gaman að kíkja þangað.“

Hafdís er dugleg að versla notuð föt og finnur oft …
Hafdís er dugleg að versla notuð föt og finnur oft gersemar á nytjamörkuðum.

Hvernig málar þú þig dagsdaglega?

„Ég set alltaf á mig gott rakakrem, sólarpúður, kinnalit og gott augabrúnagel svona dagsdaglega. Ég byrja alla daga á að mála mig aðeins fyrir daginn til að fríska upp á andlitið og á meðan hugsa ég í hverju ég vil klæðast yfir daginn og sötra á kaffinu mínu.“

Hafdís byrjar alltaf daginn á að mála sig.
Hafdís byrjar alltaf daginn á að mála sig.

En þegar þú ferð eitthvað fínt?

„Þá bæti ég á mig maskara og geri kannski eitthvað skemmtilegt við augun. Ég nota mikið svartan augnblýant í vatnslínuna undir augun og geri svokallað „cateye“ lúkk þegar ég vil vera aðeins meira extra.“

Fyrir fínni tilefni notar Hafdís svartan augnblýant til að gera …
Fyrir fínni tilefni notar Hafdís svartan augnblýant til að gera augnförðunina dramatískari.

Áttu þér uppáhaldssnyrtivöru/r?

„Bronzing Cream frá Chanel er held ég eina varan sem ég hef klárað nokkrum sinnum. Ég nota þessu vöru dagsdaglega og finnst hún æði.“

Uppáhaldssnyrtivara Hafdísar er Bronzing Cream frá Chanel.
Uppáhaldssnyrtivara Hafdísar er Bronzing Cream frá Chanel.

Hvað er á óskalistanum í snyrtibudduna?

„Ég hef heyrt mjög góða hluti um Luminous Silk farðann frá Giorgio Armani, krem kinnalitinn frá Rare Beauty og Skin Tinted varasalvana frá Rhode. Þetta eru svona helstu þrír hlutirnir sem ég væri til í að prufa, annars er ég frekar vanaföst og á frekar erfitt með að prufa eitthvað nýtt ef ég finn eitthvað sem ég fýla.“

Það er ýmislegt spennandi sem prýðir snyrtivöruóskalista Hafdísar!
Það er ýmislegt spennandi sem prýðir snyrtivöruóskalista Hafdísar!
mbl.is