Er vinstrið meira sundrað en hægrið?

Dagmál | 13. júlí 2024

Er vinstrið meira sundrað en hægrið?

„Það var ekki gerð nein krafa um að ég væri eitthvað að tjá mig um hvað mér fyndist, eða já bara að mér fyndist eitt né neitt,“ segir Elínborg Una Halldórsdóttir, blaðamaður og sviðshöfundur um upplifun sína innan Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna.

Er vinstrið meira sundrað en hægrið?

Dagmál | 13. júlí 2024

„Það var ekki gerð nein krafa um að ég væri eitthvað að tjá mig um hvað mér fyndist, eða já bara að mér fyndist eitt né neitt,“ segir Elínborg Una Halldórsdóttir, blaðamaður og sviðshöfundur um upplifun sína innan Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna.

„Það var ekki gerð nein krafa um að ég væri eitthvað að tjá mig um hvað mér fyndist, eða já bara að mér fyndist eitt né neitt,“ segir Elínborg Una Halldórsdóttir, blaðamaður og sviðshöfundur um upplifun sína innan Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna.

„Það gerir það náttúrulega að verkum að allir geta, ef þeir eru bara ekki á móti Sjálfstæðisflokknum og því sem hann stendur fyrir út á við, þá geta langflestir fundið sig innan þessa félagskaps.“

Elínborg er nýútskrifaður sviðshöfundur og skrifaði útskriftarritgerð sína „Ef ég væri einmana myndi ég ganga í Sjálfstæðisflokkinn“ um rannsókn sína á ungmennastarfi Heimdallar. 

Vinstrið meira sundrað en hægrið?

Hún telur að með slíkri taktík eigi mun breiðari hópur auðvelt með að sameinast undir einum fána og verða hluti af samfélagi sem ólíklegt sé að fólk slíti sig frá. Viðburðirnir hafi fyrst og fremst einkennst af góðum móttökum, húmor, félagslegum tengslum og gestrisni í formi veitinga og gjafa. Frekar lítið hafi verið um málefnalega umræðu.

„Ég upplifði á þessum viðburðum enga kröfu um pólitíska þekkingu eða pólitískar skoðanir,“ segir Elínborg. 

Aðspurð segir hún það vissulega til marks um sterkari sameiningu flokksins, og hægrisins almennt, gegn utanaðkomandi stjórnmálaöflum.

Hún hafi til að mynda upplifað, komandi úr yfirgnæfandi vinstrisinnuðu umhverfi, að fólk þar sé mun gjarnara á að skilja sig í sundur út af mun smærri skoðanaágreiningum.

Ákskrifendur geta horft á viðtalið við Elínborgu hér:

mbl.is