Meghan hertogaynja veit hvað fer henni vel og hún tók enga áhættu þegar hún mætti í hvítum kjól á ESPY-íþróttaverðlaunin í Hollywood á fimmtudaginn. Meghan minnti á nútímalega brúður í kjólnum.
Meghan hertogaynja veit hvað fer henni vel og hún tók enga áhættu þegar hún mætti í hvítum kjól á ESPY-íþróttaverðlaunin í Hollywood á fimmtudaginn. Meghan minnti á nútímalega brúður í kjólnum.
Meghan hertogaynja veit hvað fer henni vel og hún tók enga áhættu þegar hún mætti í hvítum kjól á ESPY-íþróttaverðlaunin í Hollywood á fimmtudaginn. Meghan minnti á nútímalega brúður í kjólnum.
Kjóllinn sem Meghan klæddist var tekinn saman um hálsinn þannig að axlirnar voru berar. Minnti sniðið á kjólinn sem hún klæddist í kvöldveislunni í brúðkaupi sínu. Sá kjóll var hannaður af breska hönnuðinum Stellu McCartney. Ekki var um sama kjól að ræða en kjóllinn minnti aðdáendur Meghan óneitanlega á brúðkaupið þeirra árið 2018.
Hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, voru viðstödd verðlaunin þar sem Harry var verðlaunaður fyrir Invictus-leikana. Harry Bretaprins stofnaði Invictus-leikana árið 2014 fyrir fyrrverandi hermenn sem hafa særst í átökum.