Kostnaður fimmfalt hærri á þessu ári

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 13. júlí 2024

Kostnaður fimmfalt hærri á þessu ári

Kostnaður embættis ríkislögreglustjóra vegna verkefna sem til eru komin vegna eldsumbrotanna á Reykjanesi, er orðinn ríflega fimmfalt hærri það sem af er þessu ári, en hann var allt síðasta ár. Nemur kostnaðurinn tæplega 3,3 milljörðum króna í ár en var liðlega 645 milljónir í fyrra, alls um fjórir milljarðar. Kostnaður vegna varnargarða er ekki inni í þessum tölum, en hann fellur á Vegagerðina.

Kostnaður fimmfalt hærri á þessu ári

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 13. júlí 2024

Grindavíkurbær var fyrst rýmdur í nóvember.
Grindavíkurbær var fyrst rýmdur í nóvember. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kostnaður embættis ríkislögreglustjóra vegna verkefna sem til eru komin vegna eldsumbrotanna á Reykjanesi, er orðinn ríflega fimmfalt hærri það sem af er þessu ári, en hann var allt síðasta ár. Nemur kostnaðurinn tæplega 3,3 milljörðum króna í ár en var liðlega 645 milljónir í fyrra, alls um fjórir milljarðar. Kostnaður vegna varnargarða er ekki inni í þessum tölum, en hann fellur á Vegagerðina.

Kostnaður embættis ríkislögreglustjóra vegna verkefna sem til eru komin vegna eldsumbrotanna á Reykjanesi, er orðinn ríflega fimmfalt hærri það sem af er þessu ári, en hann var allt síðasta ár. Nemur kostnaðurinn tæplega 3,3 milljörðum króna í ár en var liðlega 645 milljónir í fyrra, alls um fjórir milljarðar. Kostnaður vegna varnargarða er ekki inni í þessum tölum, en hann fellur á Vegagerðina.

Þetta kemur fram í svari samskiptastjóra almannavarna ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Í svarinu er kostnaðurinn sundurliðaður eftir verkþáttum, þ.e. kostnaður vegna vinnu, vörukaupa, þjónustu og eigna.

Kostnaður vegna vinnu var tæplega 92 milljónir í fyrra en er kominn í tæpar 239 milljónir í ár. Til vörukaupa hefur verið varið tæpum 450 milljónum á þessu ári, en í fyrra fóru rúmar 134 milljónir í kaup á vörum.

Undir kostnaðarlið um þjónustu falla verkefni eins og búslóðaflutningar, frostvarnir, gámar, salerni, girðingar, geymsluhúsnæði, hermanir og líkanagerð, kvörðun gasmæla, leiga á búnaði vegna t.d. lokana, loftmyndagerð, matur, mönnun viðbragðsaðila, vinna vegna Njarðvíkuræðar, sprunguviðgerðir í Grindavík, upplýsingasíður, þjónustumiðstöðvar í Reykjavík og í Reykjanesbæ, leiga á ökutækjum og öryggisgæsla annarra en viðbragðsaðila.

Nemur sá kostnaður 2,45 milljörðum á þessu ári, en var 388 milljónir í fyrra sem er meira en sexföldun til hækkunar. Þá er kostnaður vegna eigna, þ.e. kaup á búnaði sem endist lengur en eitt ár, kominn upp í tæpar 28 milljónir það sem af er ári, en í var fyrra tæpar 32 milljónir.

mbl.is