Marensterta með sumarívafi

Uppskriftir | 13. júlí 2024

Marensterta með sumarívafi

Þessi dásemdar marensterta er með sumarlegu ívafi og passar vel til að bjóða upp á í sumarfríinu eða mæta með í næsta sumarboð. Þetta er marensterta með rjóma, ferskum berjum, Daim súkkulaði og fílakaramellusósu sem tikkar í öll boxin og er jafn klassísk og íslenska sumarkonan. Helena Gunnarsdóttir hjá Eldhúsperlum á heiðurinn af uppskriftinni en hún gerði hana fyrir uppskriftavefinn Gott í matinn.

Marensterta með sumarívafi

Uppskriftir | 13. júlí 2024

Marensterta með sumarlegu ívafi, með þeyttum rjóma, ferskum jarðarberjum og …
Marensterta með sumarlegu ívafi, með þeyttum rjóma, ferskum jarðarberjum og bláberjum ásamt syndsamlega góðri karamellusósu. Ljósmynd/Helena Gunnarsdóttir

Þessi dásemdar marensterta er með sumarlegu ívafi og passar vel til að bjóða upp á í sumarfríinu eða mæta með í næsta sumarboð. Þetta er marensterta með rjóma, ferskum berjum, Daim súkkulaði og fílakaramellusósu sem tikkar í öll boxin og er jafn klassísk og íslenska sumarkonan. Helena Gunnarsdóttir hjá Eldhúsperlum á heiðurinn af uppskriftinni en hún gerði hana fyrir uppskriftavefinn Gott í matinn.

Þessi dásemdar marensterta er með sumarlegu ívafi og passar vel til að bjóða upp á í sumarfríinu eða mæta með í næsta sumarboð. Þetta er marensterta með rjóma, ferskum berjum, Daim súkkulaði og fílakaramellusósu sem tikkar í öll boxin og er jafn klassísk og íslenska sumarkonan. Helena Gunnarsdóttir hjá Eldhúsperlum á heiðurinn af uppskriftinni en hún gerði hana fyrir uppskriftavefinn Gott í matinn.

Ein allra vinsælasta tertan á veisluborðum er einmitt marens, það er líka alveg ótrúlega einfalt að gera marenstertu og á flestra færi. Best er að gera botnana daginn áður en bera á tertuna fram. Auk þess er gott að setja á tertuna 6-8 klukkustundum áður en það á að bera dýrðina fram.

Langar þig í þessa marensbombu í næsta sumarboði?
Langar þig í þessa marensbombu í næsta sumarboði? Ljósmynd/Helena Gunnarsdóttir

Marensterta með sumarívafi

Marensbotnar

  • 5 eggjahvítur
  • 150 g sykur
  • 150 g púðursykur
  • ¼ tsk. vínsteinslyftiduft

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofninn í 120°C með blæstri og leggið bökunarpappír á tvær bökunarplötur.
  2. Þeytið saman eggjahvítur, sykur, púðursykur og vínsteinslyftiduft þar til sykurinn leysist upp og úr verður þykkur marens. Mælt er með að þeyta marensinn á mesta hraða í hrærivél í 5-7 mínútur.
  3. Skiptið marensinum jafnt á plöturnar tvær og mótið tvo fallega botna u.þ.b. 20 cm í þvermál.
  4. Bakið í 70 mínútur. Slökkvið þá á ofninum og opnið smá rifu á hurðina.
  5. Leyfið að kólna alveg í ofninum, helst yfir nótt.

Fylling

  • 7 dl rjómi
  • Daim kurl eða annað súkkulaði
  • Bláber og jarðarber (sett á milli botnana)

Aðferð:

  1. Bræðið fílakaramellur í rjómanum við vægan hita í potti.
  2. Setjið til hliðar og kælið.
  3. Geymið berin þar til tertan er sett saman.

Ofan á

  • ½ dl rjómi
  • 125 g fílakaramellur (hálfur poki)
  • Bláber og jarðarber

Aðferð og samsetning tertunnar:

  1. Þeytið rjómann.
  2. Setjið helminginn af rjómanum á annan botninn, dreifið hökkuðum Daim, jarðarberjum og bláberjum yfir ásamt smá fílakaramellusósu.
  3. Leggið hinn botninn ofan á.
  4. Setjið á rjóma og skreytið fallega með berjum.
  5. Dreifið að lokum karamellusósunni yfir.
  6. Gott að er að setja marenstertuna saman 6-8 klukkustundum áður en hún er borin fram.
mbl.is