Móri uppáhaldsbrauð barnabarnanna

Uppskriftir | 13. júlí 2024

Móri uppáhaldsbrauð barnabarnanna

Þá er komið að helgarbakstrinum sem er einn vinsælasti dagskrárliðurinn á Matarvefnum og margir bíða spenntir eftir. Að þessu sinni er það heimabakað brauð sem kemur úr smiðju Brynju Döddu Sverrisdóttur ofan úr fjall­inu í Kjós úr Móberginu sem er orðin þekkt fyrir sælkerarkræsingarnar sínar og einfaldleikinn er ávallt í fyrirrúmi. Móri er heitið á brauðinu og það saga bak við það hvernig nafnið er tilkomið.

Móri uppáhaldsbrauð barnabarnanna

Uppskriftir | 13. júlí 2024

Móri nýtur mikilla vinsælda hjá börnunum sem koma í Móbergið.
Móri nýtur mikilla vinsælda hjá börnunum sem koma í Móbergið. Samsett mynd

Þá er komið að helgarbakstrinum sem er einn vinsælasti dagskrárliðurinn á Matarvefnum og margir bíða spenntir eftir. Að þessu sinni er það heimabakað brauð sem kemur úr smiðju Brynju Döddu Sverrisdóttur ofan úr fjall­inu í Kjós úr Móberginu sem er orðin þekkt fyrir sælkerarkræsingarnar sínar og einfaldleikinn er ávallt í fyrirrúmi. Móri er heitið á brauðinu og það saga bak við það hvernig nafnið er tilkomið.

Þá er komið að helgarbakstrinum sem er einn vinsælasti dagskrárliðurinn á Matarvefnum og margir bíða spenntir eftir. Að þessu sinni er það heimabakað brauð sem kemur úr smiðju Brynju Döddu Sverrisdóttur ofan úr fjall­inu í Kjós úr Móberginu sem er orðin þekkt fyrir sælkerarkræsingarnar sínar og einfaldleikinn er ávallt í fyrirrúmi. Móri er heitið á brauðinu og það saga bak við það hvernig nafnið er tilkomið.

Brauðið er mjög gott með smjöri og harðsoðnum eggjum, osti, góðu salati og skinku svo fátt sé nefnt. Brynja segir að það séu ótakmarkaðir möguleikar á því hvað hægt er að setja ofan á brauðið en fyrst og fremst eigi að njóta þess.

Uppáhaldsbrauðið þeirra ætti að heita Móri

„Ég baka alls konar brauð en þetta er vinsælast. Það er svo skrýtið því þetta er einfaldasta uppskrift af brauði sem finnst. Barnabörnin höfðu svo gaman að heyra söguna um Írafells Móra sem ég sagði þeim og þau vildu alltaf heyra aftur og aftur. Á endanum ákváðu þau að þetta brauð, uppáhaldsbrauðið þeirra, ætti að heita Móri. Og þannig er það bara,“ segir Brynja Dadda með bros á vör.

Brauðið hennar Brynju Döddu ber heitið Móri og á sér …
Brauðið hennar Brynju Döddu ber heitið Móri og á sér sögu. Ljósmynd/Brynja Dadda Sverrisdóttir

Móri

  • 240 g hveiti
  • 180 g heilhveiti
  • 1 ½ msk. sykur
  • 2 ½ tsk. lyftiduft
  • ½ tsk. salt
  • 350 ml mjólk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að blanda þurrefnum vel saman.
  2. Hitið mjólkina aðeins, gott að hafa hana volga.
  3. Hellið henni síðan út og hrærið öllu vel saman.
  4. Setjið síðan deigið í brauðform og setjið inn í kaldan ofn.
  5. Stillið ofninn á 200°C hita og bakið í 30 mínútur.
  6. Slökkvið þá á ofninum og stillið aftur á 30 mínútur og brauðið látið bíða í ofninum.
  7. Berið fram með því sem hugurinn girnist.
mbl.is