Spánardrottning í hræódýrum kjól

Kóngafólk | 13. júlí 2024

Spánardrottning í hræódýrum kjól

Letizia Spánardrottning er þekkt fyrir að versla föt í venjulegum spænskum fataverslunum á borð við Zöru, Massimo Dutti og Mango. Hún klæddist einmitt kjól þaðan þegar hún mætti á viðburð á dögunum. 

Spánardrottning í hræódýrum kjól

Kóngafólk | 13. júlí 2024

Instagram-síða Fundación Princesa de Girona birti mynd af Filippusi Spánarkonungi, …
Instagram-síða Fundación Princesa de Girona birti mynd af Filippusi Spánarkonungi, Letiziu drottningu og dætrunum Sofiu prinsessu og Leonoru krónprinsessu. Skjáskot/Instagram

Letizia Spánardrottning er þekkt fyrir að versla föt í venjulegum spænskum fataverslunum á borð við Zöru, Massimo Dutti og Mango. Hún klæddist einmitt kjól þaðan þegar hún mætti á viðburð á dögunum. 

Letizia Spánardrottning er þekkt fyrir að versla föt í venjulegum spænskum fataverslunum á borð við Zöru, Massimo Dutti og Mango. Hún klæddist einmitt kjól þaðan þegar hún mætti á viðburð á dögunum. 

Letizia drottning mætti á viðburð á vegum stofnunar prinsessunnar af Girona. Með henni var eiginmaður hennar, Fil­ipp­us Spán­ar­kon­ung­ur, og dætur þeirra tvær. Fjölskyldan var öll í sömu litapallettunni. Á meðan dæturnar klæddust hvítum buxum og skyrtum var móðir þeirra í ljósbrúnum kjól. 

Fram kemur í fjölmiðlum ytra að kjóllinn sé frá spænska merkinu Magno og á vef Hello kemur fram að hann kosti aðeins 29,99 pund. Upphæðin er ekki há en hún samsvarar um 4.500 íslenskum krónum. 

Við kjólinn var Letizia drottning í hvítum sandölum með litlum hæl og með hvíta tösku frá lúxusmerki Carolinu Herrera. 

mbl.is