Letizia Spánardrottning er þekkt fyrir að versla föt í venjulegum spænskum fataverslunum á borð við Zöru, Massimo Dutti og Mango. Hún klæddist einmitt kjól þaðan þegar hún mætti á viðburð á dögunum.
Letizia Spánardrottning er þekkt fyrir að versla föt í venjulegum spænskum fataverslunum á borð við Zöru, Massimo Dutti og Mango. Hún klæddist einmitt kjól þaðan þegar hún mætti á viðburð á dögunum.
Letizia Spánardrottning er þekkt fyrir að versla föt í venjulegum spænskum fataverslunum á borð við Zöru, Massimo Dutti og Mango. Hún klæddist einmitt kjól þaðan þegar hún mætti á viðburð á dögunum.
Letizia drottning mætti á viðburð á vegum stofnunar prinsessunnar af Girona. Með henni var eiginmaður hennar, Filippus Spánarkonungur, og dætur þeirra tvær. Fjölskyldan var öll í sömu litapallettunni. Á meðan dæturnar klæddust hvítum buxum og skyrtum var móðir þeirra í ljósbrúnum kjól.
Fram kemur í fjölmiðlum ytra að kjóllinn sé frá spænska merkinu Magno og á vef Hello kemur fram að hann kosti aðeins 29,99 pund. Upphæðin er ekki há en hún samsvarar um 4.500 íslenskum krónum.
Við kjólinn var Letizia drottning í hvítum sandölum með litlum hæl og með hvíta tösku frá lúxusmerki Carolinu Herrera.