Guðni: „Eigum að berjast með orðum, ekki vopnum“

Guðni: „Eigum að berjast með orðum, ekki vopnum“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fordæmir banatilræðið við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta.

Guðni: „Eigum að berjast með orðum, ekki vopnum“

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti | 14. júlí 2024

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. mbl.is/Eyþór

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fordæmir banatilræðið við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fordæmir banatilræðið við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta.

Skot­um var hleypt af á kosn­inga­fundi Trumps í Penn­sylv­an­íu í Banda­ríkj­un­um í gær. Trump er heill á húfi en er særður á eyr­anu. 

„Skelfilegt banatilræði“

„Ég fordæmi skelfilega banatilræðið við Donald Trump forseta og óska honum skjóts bata. Pólitískt ofbeldi á sér engan stað í okkar lýðræðissamfélagi. Við eigum að berjast með orðum, ekki vopnum,“ skrifar forseti lýðveldisins á X.

Tveir eru sagðir látn­ir, meint­ur árás­armaður og einn gest­ur á fund­in­um. Auk­in­held­ur eru tveir sagðir al­var­lega særðir.

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra ósk­ar Trump einnig skjóts bata eft­ir árás­ina.

mbl.is