„Hann var faðir“

„Hann var faðir“

Joe Biden Bandaríkjaforseti segist hafa skipað öryggisþjónustu landsins að veita Trump eins mikla gæslu og talið er að þörf sé á.

„Hann var faðir“

Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti | 14. júlí 2024

Biden flutti ræðu í Hvíta húsinu fyrr í dag.
Biden flutti ræðu í Hvíta húsinu fyrr í dag. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti segist hafa skipað öryggisþjónustu landsins að veita Trump eins mikla gæslu og talið er að þörf sé á.

Joe Biden Bandaríkjaforseti segist hafa skipað öryggisþjónustu landsins að veita Trump eins mikla gæslu og talið er að þörf sé á.

Hann kveðst einnig hafa beðið öryggisþjónustuna um að fara yfir allar öryggisráðstafanir á landsfundi Repúblikana sem hefst á morgun.

Þá hefur Biden skipað að gerð verði sjálfstæð rannsókn í nafni þjóðaröryggis á hvað fór úrskeiðis á kosningafundi Trumps í gær þegar skotið var að forsetaframbjóðandanum. 

Biden tilkynnti þetta í ávarpi sínu fyrir skömmu sem var streymt úr Hvíta húsinu. Þá sagðist hann ætla flytja aðra ræðu í kvöld.

Ræddi við Trump

Skotið var að Donald Trump á kosningafundi hans í Pennsylvaníu í gær. Einn lést í árásinni auk þess sem að árásarmaðurinn var felldur.

„Í gærkvöldi ræddi ég við Donald Trump,“ sagði Biden. „Við áttum stutt og gott samtal.“

Biden vottaði fjölskyldum fórnarlamba samúð sína og óskaði hinum særðu skjóts bata. Þá þakkaði hann viðbragðsaðilum og starfsfólki öryggisþjónustunnar fyrir sitt viðbragð.

Slökkviliðsmaður og tveggja barna faðir

„Hann var faðir,“ sagði forsetinn um hinn fimmtuga Corey Comperatore sem lést í árásinni. Comperatore var slökkviliðsmaður og lætur eftir sig tvö börn.

„Hann var að vernda fjölskyldu sína frá skotunum sem var hleypt af.“ 

Hann sagði að þjóðin þyrfti að sameinast. 

„Við vitum enn ekki hver ástæða skotárásarmannsins var [fyrir að ráðast á Trump],“ sagði forsetinn, sem mælti jafnframt gegn því að fólk myndi draga ályktanir sem væru byggðar á engu.

mbl.is