Humarveiðarnar voru skemmtilegt tímabil

Fólkið í sjávarútvegi | 14. júlí 2024

Humarveiðarnar voru skemmtilegt tímabil

Að vera á humri fyrir sunnan land er eitt skemmtilegasta tímabilið sem ég hef átt til sjós,“ segir Stefán Guðmundsson á Húsavík í viðtali í síðasta blaði 200 mílna. Hann var í áhöfninni á Aroni ÞH sem árið 1987 var gerður út á humarveiðar við suðurströndina. Verkefnið var að nýta þær humarheimildir sem voru á bátnum og fá viðbót á móti. Róið var á ný mið í orðsins fyllstu merkingu.

Humarveiðarnar voru skemmtilegt tímabil

Fólkið í sjávarútvegi | 14. júlí 2024

Stefán Guðmundsson ræddi huramvertíðarnar á árum áður í síðasta blaði …
Stefán Guðmundsson ræddi huramvertíðarnar á árum áður í síðasta blaði 200 mílna. Hann sagði það eitt skemmtilegasta tímabil sem hann man eftir. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Að vera á humri fyrir sunnan land er eitt skemmtilegasta tímabilið sem ég hef átt til sjós,“ segir Stefán Guðmundsson á Húsavík í viðtali í síðasta blaði 200 mílna. Hann var í áhöfninni á Aroni ÞH sem árið 1987 var gerður út á humarveiðar við suðurströndina. Verkefnið var að nýta þær humarheimildir sem voru á bátnum og fá viðbót á móti. Róið var á ný mið í orðsins fyllstu merkingu.

Að vera á humri fyrir sunnan land er eitt skemmtilegasta tímabilið sem ég hef átt til sjós,“ segir Stefán Guðmundsson á Húsavík í viðtali í síðasta blaði 200 mílna. Hann var í áhöfninni á Aroni ÞH sem árið 1987 var gerður út á humarveiðar við suðurströndina. Verkefnið var að nýta þær humarheimildir sem voru á bátnum og fá viðbót á móti. Róið var á ný mið í orðsins fyllstu merkingu.

„Fyrir okkur Húsvíkingana var nýtt að veiða humar og skötusel. Árið byrjaði gjarnan á Breiðafirði með netaveiðum á þorski sem var landað í Ólafsvík. Þegar var svo komið fram í maí var farið í humarinn,“ tiltekur Stefán þegar hann rifjar þetta upp.

Ólafur Skúli Guðjónsson hér í lestinni með stóran og bráðfallegan …
Ólafur Skúli Guðjónsson hér í lestinni með stóran og bráðfallegan humar. Veiðin var yfirleitt góð á þessum árum, en nú hafa humarveiðarnar verið stöðvaðar. mbl.is/Þorgeir

Knarrareyri hf., fjölskyldufyrirtækið sem stóð að útgerð Arons ÞH, var árið 1987 komin í föst viðskipti við Gletting í Þorlákshöfn. Þar var humarinn tekinn til vinnslu, en á þessum tíma voru mikil umsvif í tengslum við humar þar í byggðarlaginu.

„Veðrið var rysjótt á köflum en veiðarnar gengu vel. Fengnir voru reynsluboltar af svæðinu til þess að koma okkur í sannleikann um veiðarnar. Gísli Kristjánsson var skipstjóri á Aroni ÞH í byrjun. Svo tók Þorleifur Jónsson við. Árið 1989 var svo komið að mér að taka við keflinu sem var bara skemmtileg áskorun fyrir ungan mann,“ segir Stefán. Þegar hér var komið hafði hann nýlega lokið tveggja ára skipstjórnarnámi í Vestmannaeyjum og var á fyrsta ári í farmannadeild Stýrimannaskólans í Reykjavík. Var því fær í flestan sjó, svo gripið sé í þekkt orðatiltæki.

Aron ÞH var traustur bátur sem skilaði jafnan sínu. Hér …
Aron ÞH var traustur bátur sem skilaði jafnan sínu. Hér sést hann koma inn til Húsavíkur á fallegum haustdegi eftir góðan róður á Skjálfandaflóanum. mbl.is/Þorgeir
Hólmgeir Austfjörð með humar í körfu
Hólmgeir Austfjörð með humar í körfu mbl.is/Þorgeir

„Við fórum víða til að ná humrinum sem hélt sig gjarnan austarlega við Suðurlandið svona í upphafi,“ segir Stefán.

„Við lönduðum oftast í Þorlákshöfn. Þegar betur lá við miðunum eða annarra aðstæðna vegna var landað í Vestmannaeyjum, Höfn í Hornafirði eða Sandgerði. Þaðan var aflinn fluttur í Höfnina. Svona hélst þetta í mörg ár enda þótt Glettingur yrði síðar Árnes. Síðast vorum við á humri og skötusel þarna árið 2002 en þá ákváðum við að snúa okkur að öðru. Eftir stendur hins vegar að á þessum árum fyrir sunnan, austan og vestan kynntist ég stórum hópi af frábæru fólki til sjós og lands sem ég hef verið í sambandi við æ síðan.“

Viðtalið við Stefán má lesa í heild sinni hér.

mbl.is