Klassísk Quiche Lorraine í tilefni dagsins

Uppskriftir | 14. júlí 2024

Klassísk Quiche Lorraine í tilefni dagsins

Í dag er tilefni til að fagna Bastilludeginum, þjóðarhátíðardegi Frakka, með því að vera með ekta franskar kræsingar eins og þær gerast bestar. Hér erum við komin með klassíska Quiche Lorraine og heiðurinn af uppskriftinni á Eirný Sigurðardóttir ostadrottning, mesti ostasérfræðingur landsins. Hún er ljúffeng og fullkomin fyrir tilefni eins og Bastilludaginn góða. Eirný þekkir matarmenningu Frakka vel og sérstaklega þegar kemur að ostum og enginn er klárari en Eirný að stilla upp glæsilegum sælkeraborðum drekkhlöðnum af ostum og meðlæti. Hún kann líka að gera þessa dásemd upp á tíu.

Klassísk Quiche Lorraine í tilefni dagsins

Uppskriftir | 14. júlí 2024

Quiche Lorraine er fullkomin til að njóta í tilefni dagsins, …
Quiche Lorraine er fullkomin til að njóta í tilefni dagsins, þjóðhátiðardag Frakka, Bastilludaginn góða. Ljósmynd/Unsplash

Í dag er tilefni til að fagna Bastilludeginum, þjóðarhátíðardegi Frakka, með því að vera með ekta franskar kræsingar eins og þær gerast bestar. Hér erum við komin með klassíska Quiche Lorraine og heiðurinn af uppskriftinni á Eirný Sigurðardóttir ostadrottning, mesti ostasérfræðingur landsins. Hún er ljúffeng og fullkomin fyrir tilefni eins og Bastilludaginn góða. Eirný þekkir matarmenningu Frakka vel og sérstaklega þegar kemur að ostum og enginn er klárari en Eirný að stilla upp glæsilegum sælkeraborðum drekkhlöðnum af ostum og meðlæti. Hún kann líka að gera þessa dásemd upp á tíu.

Í dag er tilefni til að fagna Bastilludeginum, þjóðarhátíðardegi Frakka, með því að vera með ekta franskar kræsingar eins og þær gerast bestar. Hér erum við komin með klassíska Quiche Lorraine og heiðurinn af uppskriftinni á Eirný Sigurðardóttir ostadrottning, mesti ostasérfræðingur landsins. Hún er ljúffeng og fullkomin fyrir tilefni eins og Bastilludaginn góða. Eirný þekkir matarmenningu Frakka vel og sérstaklega þegar kemur að ostum og enginn er klárari en Eirný að stilla upp glæsilegum sælkeraborðum drekkhlöðnum af ostum og meðlæti. Hún kann líka að gera þessa dásemd upp á tíu.

Rætur sínar að rekja til Lorraine héraðsins

Quiche Lorraine á rætur sínar að rekja til Lorraine héraðsins í norðaustur Frakklandi. Heimildir í kringum 1800 sýna að bændur gerðu seðjandi og próteinríkan mat með því sem var til á flestum bæjum: hveiti, egg og rjóma. Við þetta var svo bætt þurrverkuðu svínakjöti. Orðið "Quiche" þýðir kaka á frönsku og hefur nafnið eflaust komið til þar sem bakan var gerð í kökumóti.

„Breytingar hafa orðið á innihaldi bökunar, en Quiche Lorraine í dag má einnig innihalda bragðmikinn ost. Um leið og aðrar viðbætur koma til sögu, eins og grænmeti, krydd, jurtir eða önnur prótein, heitir bakan einungis "Quiche" og alls ekki "Quiche Lorraine," segir Eirný sposk.

Quiche Lorraine

Bökudeig (má svindla og kaupa tilbúið deig)

  • 175 g hveiti
  • 100 g kalt smjör, rifið með rifjárni eða bitað
  • 1 eggjarauða
  • ¼ tsk salt

Fylling

  • 200 g lardons (má einnig nota pancetta kubba eða óreykt beikon, einnig mæli ég með guanciale frá Tariello sem fæst í Melabúðinni)
  • 75 g rifinn Comté (hægt að nota Beaufort, Cantal eða Cheddar)
  • 200 ml sýrður rjómi
  • 200 ml rjómi
  • 3 egg + 1 eggjahvíta
  • 1 tsk. ferskt timian eða 2 tsk. þurrkað timian
  • Svartur pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Setjið hveiti og salt í breiða skál.
  2. Myljið þurrefnin og rifið smjörið saman með höndum þar til smjörið verður eins og smáar baunir.
  3. Einnig er hægt að gera þetta með matvinnsluvél.
  4. Gerið laut í miðjuna á hveitinu og setjið eggjarauðuna til að mynda samhent deig. Bætið 1 msk. ísköldu vatni ef þarf.
  5. Hnoðið saman með léttum handtökum, passið að ofhnoða ekki. Pakkið deiginu inn og geymið það í 10-15 mínútur í kæliskáp áður en þið rúllið því út.

Forbökun

  1. Hitið ofninn í 200°C.
  2. Rúllið deigið út á hveitistráðu borði og setjið í 23cm x 2,5 cm form. Pikkið í botninn með gaffli og stingið í ísskáp í 10 mínútur.
  3. Setjið bökunarpappír og farg, t.d. þurrar baunir, á pappírinn og forbakið bökuskelina í 5-8 mín. Fjarlægið baunirnar og pappírinn.
  4. Steiking og blöndun
  5. Lækkið ofninn í 190°C.
  6. Steikið lardons á pönnu og látið svo kólna.
  7. Hrærið saman sýrðan rjóma, rjóma, ost og egg ásamt timian og pipar.
  8. Bætið svo kældu lardons saman við. Hellið fyllingunni í formið og setjið í ofn í 25 mínútur eða þar til gullinbrúnt að ofan og enn frekar mjúkt í miðju.
  9. Alls ekki leyfa bökuna að rísa í ofni og þar af leiðandi of eldast.
  10. Leyfið bökuna að standa í 5-7 mínútur áður en hún er borin fram. Hún er einnig góð við stofuhita.

Bon Appetit!

mbl.is