Má búast við auknum stuðningi við Trump

Má búast við auknum stuðningi við Trump

Eiríkur Bergmann, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Há­skól­ann á Bif­röst, segir að búast megi við auknum stuðningi við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í kjölfar skotárásar sem var framin á kosningaviðburði hans í Penn­sylvan­íu­ríki í gær. 

Má búast við auknum stuðningi við Trump

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti | 14. júlí 2024

Trump særðist á eyra í árásinni.
Trump særðist á eyra í árásinni. AFP/Rebecca Droke

Eiríkur Bergmann, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Há­skól­ann á Bif­röst, segir að búast megi við auknum stuðningi við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í kjölfar skotárásar sem var framin á kosningaviðburði hans í Penn­sylvan­íu­ríki í gær. 

Eiríkur Bergmann, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Há­skól­ann á Bif­röst, segir að búast megi við auknum stuðningi við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í kjölfar skotárásar sem var framin á kosningaviðburði hans í Penn­sylvan­íu­ríki í gær. 

„Maður má búast við auknum stuðningi við Donald Trump,“ segir Eiríkur í samtali við mbl.is. 

Trump særðist á eyra í árás­inni. Al­rík­is­lög­regl­an rann­sak­ar málið sem bana­til­ræði. Auk árás­ar­manns­ins lést einn gest­ur á fund­in­um í árás­inni. Tveir aðrir eru al­var­lega særðir. 

Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst
Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst mbl.is/Hari

Fleiri orðið fyrir árás

Trump er ekki fyrsti bandaríski forsetaframbjóðandinn sem verður fyrir árás. 

Árið 1912 var ráðist á Theodore Roosevelt þegar hann var í fram­boði til for­seta.

Þá var Robert F. Kenn­e­dy myrt­ur árið 1968 er hann var í fram­boði til for­seta.

Einnig særðist Geor­ge C. Wallace al­var­lega í árás árið 1972 er hann var í for­setafram­boði.

Afstaða manna breytist ekki

Trump hefur verið talsmaður réttar til að bera skotvopn. Eiríkur býst ekki við því að árás gærdagsins verði til þess að afstaða Trumps, eða þeirra sem eru á sama máli og hann, breytist.

„Það virðist vera alveg sama hvað gengur á í ofbeldi með skotvopnum í Bandaríkjunum, það einhvern veginn breytir ekki afstöðu manna til vopnaburðar,“ segir Eiríkur.

Í kjölfar árásarinnar hefur farið af stað umræða um öryggisgæslu stjórnmálamanna. Eiríkur bendir á að öryggisgæsla í kringum stjórnmálamenn í Bandaríkjunum sé gríðarlega mikil. 

„Þú getur ekki fyllilega öryggisvætt frjálst samfélag nema þá að fyrirgera hinu frjálsa samfélagi, sérstaklega ekki í landi sem er staðráðið í því að heimila vopnaburð almennings,“ segir Eiríkur.

mbl.is