Obama–hjónin senda Trump batakveðjur

Obama–hjónin senda Trump batakveðjur

Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sendi Donald Trump forsetaframbjóðanda batakveðjur fyrir hans hönd og Michelle, eiginkonu hans.

Obama–hjónin senda Trump batakveðjur

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti | 14. júlí 2024

Donald Trump og Barack Obama ræða saman á tröppum þinghússins …
Donald Trump og Barack Obama ræða saman á tröppum þinghússins eftir að sá fyrrnefndi sór embættiseið árið 2017. AFP

Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sendi Donald Trump forsetaframbjóðanda batakveðjur fyrir hans hönd og Michelle, eiginkonu hans.

Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sendi Donald Trump forsetaframbjóðanda batakveðjur fyrir hans hönd og Michelle, eiginkonu hans.

Fjöldi þjóðarleiðtoga hafa for­dæmt árás­ina og sent Trump bata­kveðjur, þar á meðal Olaf Scholz Þýska­landskansl­ari, Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti, Gi­orgia Meloni, for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu, Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, og Kier Star­mer, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands. 

„Það er algjörlega enginn staður fyrir pólitískt ofbeldi í okkar lýðræði,“ tísti Obama, en Trump tók við af honum í embætti árið 2017.

„Þó að við vitum enn ekki hvað nákvæmlega gerðist ætti okkur öllum að vera létt að Trump fyrrverandi forseti særðist ekki alvarlega og við ættum að nota þessa stund til þess að skuldbinda okkur við að sýna kurteisi og virðingu í stjórnmálunum okkar. Við Michelle óskum honum góðs bata.“

Joe Biden, sem tók við af Trump í embætti, ræddi við Trump símleiðis í gærkvöldi. 

Þá sagði í yfirlýsingu Bidens að hann væri þakklátur að heyra að Trump væri á lífi. Hann fordæmdi árásina og sagði að það væri enginn staður fyrir ofbeldi í Bandaríkjunum. 



mbl.is