Óeining um hvar skuli halda Eurovision

Eurovision | 14. júlí 2024

Óeining um hvar skuli halda Eurovision

Nemo sigraði Eurovision árið 2024 sem þýðir að Sviss fær að halda glæsta sjónvarpssýningu á næsta ári. Deilur eru þó um hver skuli borga reikninginn.

Óeining um hvar skuli halda Eurovision

Eurovision | 14. júlí 2024

Nemo frá Sviss bar sigur úr býtum í Eurovision í …
Nemo frá Sviss bar sigur úr býtum í Eurovision í maí með lagi sínu "The Code". Nú þrefa Svisslendingar um hvaða borg eigi að halda keppnina á næsta ári. AFP

Nemo sigraði Eurovision árið 2024 sem þýðir að Sviss fær að halda glæsta sjónvarpssýningu á næsta ári. Deilur eru þó um hver skuli borga reikninginn.

Nemo sigraði Eurovision árið 2024 sem þýðir að Sviss fær að halda glæsta sjónvarpssýningu á næsta ári. Deilur eru þó um hver skuli borga reikninginn.

Þær borgir sem koma til greina til þess að halda 69. söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eru Zürich, Genf, Basel, auk Bern sem er tengd Biel, heimabæ Nemo.

Hver þessara borga hlýtur vinninginn verður tilkynnt í lok ágúst, en hið árlega sjónarspil Eurovsion er um miðjan maí 2025.

Vanir að hafa áhrif á ríkissfjármálin

En fjárhagslegar kröfur þess að halda Eurovision hefur vakið upp hótanir um staðbundnar þjóðaratkvæðagreiðslur til að tryggja að borgum verði ekki þröngvað í að halda viðburðinn. 

Keppnin setur gestgjafaborgir í sviðsljósið, en 163 milljónir áhorfenda um allan heim horfðu á Eurovision í Malmö í Svíþjóð í maí þar sem Nemo sigraði með laginu The Code.

Það að vera gestgjafi hefur í för með sér aukin viðskipti fyrir hótel- og ferðamannaiðnaðinn þar sem Eurovision-aðdáendur, listamenn og sendinefndir landa flykkjast að.

Einungis fjögur formleg tilboð bárust fyrir skilafrest í lok júní þess efnis að halda keppnina. 

Hins vegar eru Svisslendingar vanir því að hafa bein áhrif á hvernig sköttum þeirra er varið og sumir eru ekki hrifnir af hugsanlegum kostnaði og fyrirhöfn Eurovision.

Áhyggjur af satanisma

Samkvæmt beinu lýðræðiskerfi í Sviss er hægt að kjósa um nánast hvaða mál sem er, ef nógu mörgum undirskriftum er safnað.

Kristilegi bókstafstrúarflokkurinn (EDU) vill þjóðaratkvæðagreiðslu gegn opinberum fjárstuðningi til borgarinnar sem mun halda Eurovision.

„Það sem angrar okkur mest er að satanismi og dulspeki er í auknum mæli fagnað eða að minnsta kosti umborin,“ sagði Samuel Kullmann, stjórnarmaður EDU, í samtali við svissneska ríkisútvarpið SRF.

„Sífellt fleiri listamenn koma opinskátt á framfæri dulrænum skilaboðum,“ sagði hann og vísaði í þátttakanda Írlands 2024, Bambie Thug, með sitt galdrainnblásna atriði.

Svissneska sjónvarpsstöðin SRG mun taka ákvörðun um staðsetningu Eurovision í samstarfi við Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU).

Einelti og óeirðir

Keppnin er ekki rekin í hagnaðarskyni, heldur að mestu fjármögnuð með fjárframlögum sjónvarpsstöðva sem eiga aðild að EBU.

Gert er ráð fyrir að keppnin á næsta ári muni kosta um 20-40 milljónir svissneskra franka, eða um tvo milljarða íslenskra króna. 

Svissneski þjóðarflokkurinn (SVP), stærsti flokkur landsins, vill efna til þjóðaratkvæðagreiðslna um málið í Zürich og Bern.

Eurovision 2024 einkenndist „af einelti, óeirðum og pólitískum skrípalátum frekar en listrænum hæfileikum. Við þurfum ekki á því að halda í Zürich!“ sagði í yfirlýsingu SVP í borginni.

„Dýrt fjölmiðlasjónarspil“

Á sama tíma sagði úibú SVP í Bern Eurovision vera „dýrt fjölmiðlasjónarspil“ sem myndi kosta að minnsta kosti 40 milljónir svissneskra franka.

Samuel Krahenbuhl, þingmaður SVP í Bern, sagði að Zürich, Genf og Basel hefðu meira fjárhagslegt svigrúm. „Mikil útgjöld og önnur vandamál sem svo stór atburður hefur í för með sér – við skulum láta þá um það,“ sagði hann.

Basel hefur hingað til mætt lítilli andstöðu við að halda keppnina, þar á meðal frá SVP, en einnig er mikill áhugi meðal stjórnmálamanna í Genf.

Peningadeilur um stóra atburði eru ekki óalgengar í Sviss.

mbl.is