Sjö af síðustu níu forsetum skotmörk árása

Sjö af síðustu níu forsetum skotmörk árása

Auknar áhyggjur eru uppi um ofbeldi gegn stjórnmálamönnum eftir skotárásina sem var framin á kosningafundi Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í gær. 

Sjö af síðustu níu forsetum skotmörk árása

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti | 14. júlí 2024

Frá fundinum í gær.
Frá fundinum í gær. AFP/Getty Images/Anna Moneymaker

Auknar áhyggjur eru uppi um ofbeldi gegn stjórnmálamönnum eftir skotárásina sem var framin á kosningafundi Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í gær. 

Auknar áhyggjur eru uppi um ofbeldi gegn stjórnmálamönnum eftir skotárásina sem var framin á kosningafundi Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í gær. 

Bandaríska fréttaveitan CBS greinir frá. 

Trump særðist á eyra í árásinni. Auk árás­ar­manns­ins lést einn gest­ur á fund­in­um. Tveir aðrir eru í lífshættu. 

Fjórir Bandaríkjaforsetar verið myrtir

Í gegnum árin hafa þó nokkrar árásir verið framdar gegn sitjandi forsetum, kjörnum forsetum og forsetaframbjóðendum í Bandaríkjunum. Að minnsta kosti sjö af síðustu níu forsetum Bandaríkjanna hafa verið skotmörk árása eða árásartilrauna.

Í september árið 1975 varð Gerald R. Ford fyrir tveimur mismunandi morðtilraunum.

Ronald W. Reagan varð fyrir morðtilraun árið 1981 í Washington-borg.

Árið 1994 var 29 skotum skotið að Hvíta húsinu, þá var Bill Clinton forseti. Árásarmaðurinn var sakfelldur fyrir morðtilraun.

Árið 2005 varð George W. Bush fyrir morðtilraun í Georgíu, en handsprengju var kastað í átt til hans.

Samkvæmt nýjustu skýrslu rannsóknarþjónustu bandaríska þingsins hafa einnig verið framdar árásartilraunir gegn Barack Obama, Donald Trump og Joe Biden. 

Lögreglumenn á vettvangi í gær.
Lögreglumenn á vettvangi í gær. AFP/Getty Images/Anna Moneymaker

Þá hafa fjórir Bandaríkjaforsetar verið myrtir. Það eru þeir Abraham Lincoln, James A. Garfield, William McKinley og John F. Kennedy.

Einu sinni hefur verið ráðist á kjörinn forseta Bandaríkjanna, en það var árið 1933. Þá var ráðist á Franklin D. Roosevelt. Hann var þá kjörinn forseti Bandaríkjanna, en hafði ekki tekið við embætti. 

Ráðist á frambjóðendur

Það hefur þrisvar sinnum gerst áður að ráðist hafi verið á forsetaframbjóðanda.

Árið 1912 var ráðist á Theodore Roosevelt þegar hann var í framboði til forseta.

Þá var Robert F. Kennedy myrtur árið 1968 er hann var í framboði til forseta.

Einnig særðist George C. Wallace alvarlega í árás árið 1972 er hann var í forsetaframboði.

mbl.is