Sjokk að flytja 12 ára til Hornafjarðar frá Álaborg

Ferðumst innanlands | 14. júlí 2024

Sjokk að flytja 12 ára til Hornafjarðar frá Álaborg

Kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, ólst að hluta til upp á Höfn í Hornafirði. Hann heimsækir reglulega heimabæinn sinn en segir aksturinn því miður heldur langan. 

Sjokk að flytja 12 ára til Hornafjarðar frá Álaborg

Ferðumst innanlands | 14. júlí 2024

Gummi og unnusta hans Lína Birgitta fyrir austan.
Gummi og unnusta hans Lína Birgitta fyrir austan. Ljósmynd/Aðsend

Kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, ólst að hluta til upp á Höfn í Hornafirði. Hann heimsækir reglulega heimabæinn sinn en segir aksturinn því miður heldur langan. 

Kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, ólst að hluta til upp á Höfn í Hornafirði. Hann heimsækir reglulega heimabæinn sinn en segir aksturinn því miður heldur langan. 

„Ég flutti til Hornafjarðar 12 ára gamall eftir að hafa búið í Álaborg í þrjú ár. Það var mikið sjokk fyrir ungan dreng sem ferðaðist um frjáls á hjólabretti og í almenningssamgöngum í Danmörku að fara yfir í brælu og fiskilykt og að krakkar á mínum aldri að leika sér með leikfangabíla og í feluleikjum. En ég eignaðist yndislega vini og íþróttalífið á Höfn var mjög sterkt sem var mikilvægt fyrir mig á þeim tíma. Ég bjó á Höfn til 18 ára aldurs eða þangað til að ég fór í framhaldsskóla í Garðabæ,“ segir Gummi. 

Ertu duglegur að heimsækja heimahaganna og hvað gerir þú þegar þú ferð austur?

„Ég reyni að fara reglulega austur á Höfn til að heimsækja fjölskyldu og vini en þó alltof sjaldan þar sem það tekur rúmlega fimm klukkustundir að keyra og getur verið frekar þreytt. Ég elska að heimsækja Nettó matvöruverslun þar sem ég hitti alltaf fullt af fólki sem maður hefur ekki séð í langan tíma og tilfinningin er þó alltaf eins og hafi aldrei farið. Ég fer alltaf í ræktina og elska að rekast á fólk þar ásamt því að heimsækja þá frábæra veitingastaði sem eru á Höfn eins og Ottó, Pakkhúsið og fleiri.“

Hefur Höfn breyst síðan þú varst yngri?

„Já, Höfn hefur breyst að mörgu leyti þar sem ferðaþjónusta er ábyggilega stærsta atvinnugrein Hornfirðinga. Það spretta upp hótel og gistiheimili hér og þar og innviður eins og sundlaug, veitingastaðir og afþreying er fyrsta flokks.“

Það er alltaf gott að teygja úr sér við Jökulsárlón.
Það er alltaf gott að teygja úr sér við Jökulsárlón. Ljósmynd/Aðsend

Hvað þarf fólk að gera þegar það heimsækir Höfn? 

„Ég myndi mæla með því að skoða hafnarsvæðið þar sem mikil uppbygging hefur átt sér stað og hægt er að setjast niður í drykk eða mat á öllum þeim frábæru stöðum sem hafa opnað á því svæði. Kíkja í sundlaugina en hún er frábær bæði fyrir fullorðna en ekki síst krakka með rennibrautum og krakkalaug. Það eru fullt af flottum fyrirtækjum í ferðaþjónustu með afþreyingu eins og gönguleiðir, úti pottarnir á Hoffelli eða kajakferðir á Jökulsárlóninu.“

Áttu uppáhaldsveitingastað á Höfn?

„Einn af mínum uppáhaldsveitingastöðum á öllu landinu er Ottó veitingahús sem er staðsett í gamla kaupfélagshúsinu sem er eitt það elsta ef ekki það elsta á Höfn. Maturinn er guðdómlegur en ég gæti án gríns lagt það á mig að keyra alla þessa leið aðeins til þess að heimsækja Ottó. Þau baka brauð sem er það besta sem ég smakkað og snúða sem eru eiginlega ólöglegir.“

Hvar stoppar þú þegar þú keyrir austur?

„Ég stoppa sem minnst en það er svo ég sé ekki sjö klukkustundir á leiðinni. Við stoppum oft á Kirkjubæjarklaustri og borðum á Systrakaffi sem okkur finnst frábær staður. Þá erum um tvær klukkustundir eftir á Höfn. En mér finnst alltaf möst að stoppa við Jökulsárlón og teygja aðeins úr sér fyrir lokasprettinn austur á höfn. Ef maður er heppinn eru humarlokur í boði sem er „möst have“ á lóninu.“

Humarinn fyrir austan bregst ekki.
Humarinn fyrir austan bregst ekki. Ljósmynd/Aðsend

Hvað hlustar þú á í bílnum þegar þú ert að keyra?

„Við Lína elskum að hlusta á skemmtileg podcöst á leiðinni eða vera með Disney quiz fyrir krakkana.“

Hvað ætlar þú að gera í sumar?

„Í sumar förum við fjölskyldan til Spánar í byrjun júní og svo ætla ég um alla Ítalíu með félaga mínum í vín- og matsmakkanir í lok júlí. Einnig eru tvö fótboltamót í sumar sem okkur hlakkar mikið til að fylgja strákunum á.“

mbl.is