Skráður sem kjósandi repúblikana

Skráður sem kjósandi repúblikana

Thom­as Matt­hew Crooks, sem framdi skotárás á kosningafundi Donald Trump, var skráður sem kjósandi Repúblikanaflokksins – flokks Trumps. Forsetakosningarnar í nóvember hefðu verið þær fyrstu sem hann hefði haft kosningarétt.

Skráður sem kjósandi repúblikana

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti | 14. júlí 2024

Rétt eftir að Donald Trump var skotinn.
Rétt eftir að Donald Trump var skotinn. AFP

Thom­as Matt­hew Crooks, sem framdi skotárás á kosningafundi Donald Trump, var skráður sem kjósandi Repúblikanaflokksins – flokks Trumps. Forsetakosningarnar í nóvember hefðu verið þær fyrstu sem hann hefði haft kosningarétt.

Thom­as Matt­hew Crooks, sem framdi skotárás á kosningafundi Donald Trump, var skráður sem kjósandi Repúblikanaflokksins – flokks Trumps. Forsetakosningarnar í nóvember hefðu verið þær fyrstu sem hann hefði haft kosningarétt.

Crooks var 20 ára gamall og útskrifaðist frá Bethel Park–menntaskólanum í Pennsylvaníu árið 2022. Heimabær hans er í um 55 kílómetra fjarlægð frá Butler–býlinu þar sem kosningafundurinn fór fram. 

Crooks hafði komið sér fyrir á þaki húss utan fundarins, í um 120 til 150 metra fjarlægð frá sviðinu sem Trump stóð á, þegar hann hleypti af skotum. Nokkrum sekúndum síðar var hann skotinn til bana af öryggisþjónustunni. 

Gaf demókrötum pening

CNN greinir frá því að samkvæmt opinberum gögnum kjörstjórnar alríkisins gaf maður að nafni Thomas Crooks, sem er skráður á sama heimilisfang og árásarmaðurinn, samtökum Demókrataflokksins 15 dollara, eða um tvö þúsund krónur, í janúar árið 2021. Að öllum líkindum er því um sama einstakling að ræða. 

CNN hafði samband við föður Crooks, Matthew Crooks í gærkvöldi. Hann sagðist vera að reyna að átta sig á því „hvað í fjandanum væri í gangi“. Hann ætlar ekki að tjá sig um son sinn fyrr en hann hefur talað við lögreglu. 

Á blaðamanna­fundi sagði Kevin Roj­ek, full­trúi al­rík­is­lög­regl­unn­ar að Crooks hefði ekki verið með skilríki á sér og þurfti lögregla því að notast við DNA til þess að staðfesta hver hann væri. 

mbl.is