Styrkir ímynd Trumps sem ógn við ráðandi öfl

Styrkir ímynd Trumps sem ógn við ráðandi öfl

Skotárásin á Donald Trump mun aðeins ýta undir málflutning hans um að hann sé ógn við ráðandi stjórnvöld, að mati stjórnmálafræðings.

Styrkir ímynd Trumps sem ógn við ráðandi öfl

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti | 14. júlí 2024

Trump hefur gefið sig út fyrir að vera ógn við …
Trump hefur gefið sig út fyrir að vera ógn við ríkjandi öfl í Bandaríkjunum. Stjórnmálafræðingur segir skotárásina munu styrkja stöðu hans. AFP

Skotárásin á Donald Trump mun aðeins ýta undir málflutning hans um að hann sé ógn við ráðandi stjórnvöld, að mati stjórnmálafræðings.

Skotárásin á Donald Trump mun aðeins ýta undir málflutning hans um að hann sé ógn við ráðandi stjórnvöld, að mati stjórnmálafræðings.

Eins og greint hefur verið frá var forsetanum fyrrverandi sýnt banatilræði í gærkvöldi þar sem tvítugur maður skaut að honum er hann flutti ræðu á kosningafundi sínum.

Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, telur líklegt að árásin eigi eftir að auka fylgi Trumps.

Silja Bára Ómarsdóttir.
Silja Bára Ómarsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

„Ég held að þetta fylki fólki á bak við Trump og styrki þannig málflutning hans um að hann sé ógn við ráðandi öfl, að þarna sé eitthvað djúpríki að reyna að koma í veg fyrir að hann nái völdum og því mikilvægt að hann sigri,“ segir Silja í samtali við mbl.is.

Repúblikanar benda á Biden og félaga

„Maður heyrði strax einhverja repúblikana bregðast þannig við og segja að þetta væri vegna málflutnings Bidens,“ bætir hún við.

Nokkr­ir stjórn­mála­menn og fjöl­miðlamenn úr röðum re­públi­kana hafa kennt demó­kröt­um og málflutningi þeirra um skotárás­ina.

Demókratar hafa ítrekað lýst því yfir að hann sé ógn við lýðræði í landinu.

Trump rétti upp hnefann til lofts eftir árásina, umkringdur liðsmönnum …
Trump rétti upp hnefann til lofts eftir árásina, umkringdur liðsmönnum öryggisþjónustunnar. AFP

Ýti undir stuðning til skemmri tíma

Silja býst ekki við því að árásin muni ýta undir umræður um að setja takmarkanir á skotvopnaleyfi – að minnsta kosti ekki að svo stöddu.

„Repúblikanar eru auðvitað almennt ekki fylgjandi slíkum takmörkunum. Þetta gæti kannski ýtt eitthvað aðeins við þeim, en ég efast um að það verði mikið,“ segir prófessorinn.

Silja væntir þess einnig að skotárásin ýti undir aukinn stuðning við Trump til skemmri tíma, þá sérstaklega vegna þess að árásin virðist hafa vera stórtækari en búist var við.

„Það virðist hafa verið skipulagt eitthvað stærra, sem er bara ógnvekjandi,“ bætir hún við en miðlar vestanhafs hafa greint frá því að sprengjur hafi fundist í bíl árásarmannsins.

Setur spurningarmerki við öryggisgæslu

Silja segir sérstakt að öryggissvæðið fyrir kosningafundinn hafi ekki dugað til að koma í veg fyrir árásina og hvernig árásarmaðurinn hafi náð að komast svona nálægt.

„Manni bregður við þetta. Ég átta mig ekki á því hvernig þetta gat skeð,“ segir hún.

„Þetta hefur verið eitthvað vanmat á aðstæðum því það er gríðarleg öryggisgæsla í kringum þá. Svo þetta er sérstakt.“

mbl.is