Á fallegum útsýnisstað við Laugarásveg í Reykjavík er að finna glæsilegt 316 fm einbýlishús á sem reist var árið 1958. Húsið er í eigu Esterar Ólafsdóttur, en hún rak verslunina Pelsinn í miðborg Reykjavíkur í rúmlega 40 ár ásamt eiginmanni sínum Karli J. Steingrímssyni heitnum.
Á fallegum útsýnisstað við Laugarásveg í Reykjavík er að finna glæsilegt 316 fm einbýlishús á sem reist var árið 1958. Húsið er í eigu Esterar Ólafsdóttur, en hún rak verslunina Pelsinn í miðborg Reykjavíkur í rúmlega 40 ár ásamt eiginmanni sínum Karli J. Steingrímssyni heitnum.
Á fallegum útsýnisstað við Laugarásveg í Reykjavík er að finna glæsilegt 316 fm einbýlishús á sem reist var árið 1958. Húsið er í eigu Esterar Ólafsdóttur, en hún rak verslunina Pelsinn í miðborg Reykjavíkur í rúmlega 40 ár ásamt eiginmanni sínum Karli J. Steingrímssyni heitnum.
Hönnun eignarinnar grípur augað samstundis og óhætt að segja að húsið sé afar tignarlegt. Fram kemur á fasteignavef mbl.is að húsið sé talsvert stærra en opinberar tölur segi til um, eða nær 500 fm.
Húsið er á þremur hæðum með flottum og rúmgóðum svölum og útisvæði á hverri hæð. Á efstu hæð hússins eru stórar svalir sem veita fallegt útsýni yfir Reykjavík, Bláfjöll, Kollafjörð og Snæfellsnes, en á bak við húsið er skjólríkur hellulagður garður.
Alls eru fimm svefnherbergi og fjögur baðherbergi í húsinu. Á allri efstu hæðinni er rúmgóð hjónasvíta með baðherbergi og fataherbergi, en þaðan er einnig útgengt á útsýnissvalirnar. Ásett verð er 470.000.000 krónur