Kosningateymi Joe Bidens Bandaríkjaforseta gagnrýnir val Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, á varaforsetaefni sínu. Teymið lýsir honum sem öfgahægrimanni.
Kosningateymi Joe Bidens Bandaríkjaforseta gagnrýnir val Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, á varaforsetaefni sínu. Teymið lýsir honum sem öfgahægrimanni.
Kosningateymi Joe Bidens Bandaríkjaforseta gagnrýnir val Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, á varaforsetaefni sínu. Teymið lýsir honum sem öfgahægrimanni.
J.D. Vance, öldungadeildaþingmaður frá Ohioríki, var í dag valinn varaforsetaefni Trumps í komandi forsetakosningum sem fara fram í nóvember.
„Vance neitar niðurstöðum kosninganna 2020, hann styður bann á fóstureyðingum í landinu og kaus gegn auknu aðgengi að glasafrjóvgunum,“ sagði talsmaður kosningateymis Bidens.
Þá hefur Biden lýst Vance sem klón af Trump.
„Hann er klón af Trump, ég sé engan mun á þeim,“ sagði Biden við blaðamenn spurður um álit sitt á Vance áður en hann flaug til Nevadaríkis í dag.