Hvorki Rubio né Burgum verða varaforseti

Hvorki Rubio né Burgum verða varaforseti

Öldungadeildarþingmaðurinn frá Flórída, Marco Rubio, verður ekki varaforseti Donalds Trumps, forsetaframbjóðanda og fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þá verður ríkisstjóri Norður-Dakóta-ríkis, Doug Burgum, það ekki heldur. 

Hvorki Rubio né Burgum verða varaforseti

Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 | 15. júlí 2024

Efst á myndinni er Trump, til vinstri er Doug Burgum, …
Efst á myndinni er Trump, til vinstri er Doug Burgum, fyrir miðju er J.D. Vance og til hægri er Marco Rubio AFP/Michael M. Santiago/Andrew Harnik/Giorgio Viera

Öldungadeildarþingmaðurinn frá Flórída, Marco Rubio, verður ekki varaforseti Donalds Trumps, forsetaframbjóðanda og fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þá verður ríkisstjóri Norður-Dakóta-ríkis, Doug Burgum, það ekki heldur. 

Öldungadeildarþingmaðurinn frá Flórída, Marco Rubio, verður ekki varaforseti Donalds Trumps, forsetaframbjóðanda og fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þá verður ríkisstjóri Norður-Dakóta-ríkis, Doug Burgum, það ekki heldur. 

CNN greinir frá þessu og vitnar í báðum tilfellum í heimildamenn nærri stjórnmálamönnunum tveimur. 

Enn er ekki ljóst hver verður fyrir valinu hjá Trump en voru Rubio, Burgum og öldungadeildarþingmaðurinn J.D. Vance frá Ohio-ríki taldir líklegastir. 

Sjálfur hefur Trump greint frá því að hann muni tilkynna hver hafi orðið fyrir valinu á landsfundi Repúblikana sem hófst fyrir skömmu í Milwaukee-borg í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum. 

mbl.is