„Jæja, er grínið kannski gengið of langt?“

Dagmál | 15. júlí 2024

„Jæja, er grínið kannski gengið of langt?“

„Það að nota þessi sviðslistafræði til að greina stjórnmál og stjórnmálahegðun, ég held að það gefi bara mjög verðmæta innsýn og nýtt sjónarhorn á hlutina,“ segir Elínborg Una Einarsdóttir, blaðamaður og sviðshöfundur.

„Jæja, er grínið kannski gengið of langt?“

Dagmál | 15. júlí 2024

„Það að nota þessi sviðslistafræði til að greina stjórnmál og stjórnmálahegðun, ég held að það gefi bara mjög verðmæta innsýn og nýtt sjónarhorn á hlutina,“ segir Elínborg Una Einarsdóttir, blaðamaður og sviðshöfundur.

„Það að nota þessi sviðslistafræði til að greina stjórnmál og stjórnmálahegðun, ég held að það gefi bara mjög verðmæta innsýn og nýtt sjónarhorn á hlutina,“ segir Elínborg Una Einarsdóttir, blaðamaður og sviðshöfundur.

Elínborg skrifaði nýlega lokaverkefni sitt á sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands „Ef ég væri einmana myndi ég ganga í Sjálfstæðisflokkinn,“ sem byggir á rannsókn hennar á gjörningum eða „performönsum“ Heimdallar - félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. 

Almennt góðar viðtökur í Heimdalli

Ritgerðin hefur hlotið þó nokkra athygli í fjölmiðlum en ekki á síst meðal viðfangsefnis ritgerðarinnar, Heimdellingum. 

Aðspurð segir Elínborg þó viðbrögð ungra Sjálfstæðismanna að mestu hafa verið jákvæð og hún fengið hrós fyrir góð og áhugaverð skrif frá sumum félagsmönnum.

Henni hafi m.a. verið boðið á kvöldspjall með formanni Heimdallar, Júlíusi Viggó Ólafssyni, en viðburðurinn var helgaður ritgerð hennar. Heimdellingar hafi fjölmennt á staðinn til að hlýða á og spyrja spurninga. 

„Stend með öllu sem ég segi þar“

Hún segir suma þó hafa dregið ásetning hennar með rannsókninni í efa og jafnvel spurt hvort um grín eða háð í garð Sjálfstæðismanna væri að ræða. 

„Þetta er eitthvað sem hefur verið rætt mikið núna, líka núna þegar ég er byrjuð að mæta á einhverja viðburði hjá Sjálfstæðisflokknum að ræða ritgerðina þá hafa alveg einhverjir sagt við mig: „Jæja er grínið kannski gengið of langt?,“ segir Elínborg. 

„Auðvitað er þetta viss gjörningur að gera þetta og það er í rauninni bara... gjörningurinn er kannski aðallega að taka fyrir þetta starf frekar en eitthvað hefðbundið leikhús. En ég hef líka bara mikinn áhuga á stjórnmálum og er búin að leggja mikinn metnað og vinnu í þessa rannsókn og bara stend með öllu sem ég segi þar,“ segir Elínborg.

Myndi rannsaka Ung jöfn næst

Henni gæti vel hugnast að leggjast í rannsókn á öðrum ungmennahreyfingum og hvernig þær beiti mögulega sviðslistum og gjörningum til að efla stjórnmálastarf sitt, þá kannski helst Ungt jafnaðarfólk eftir að nokkur úr þeirra röðum flugu til Bretlands til að aðstoða Keir Starmer forsætisráðherra í kosningum þar í landi. 

Hún hafi fyrst og fremst valið sér Heimdall sem viðfangsefni vegna tíðra gjörninga þeirra í tengslum við ungmennastarfið sem og vegna stærðar hreyfingarinnar, sem sé þriðja fjölmennasta stjórnmálaafl landsins. 

mbl.is