Jill Biden og Melania Trump hafa rætt saman

Jill Biden og Melania Trump hafa rætt saman

Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, og Melania Trump, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, hafa rætt saman í kjölfar banatilræðis við Donald Trump á laugardaginn.

Jill Biden og Melania Trump hafa rætt saman

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti | 15. júlí 2024

Jill Biden og Melania Trump.
Jill Biden og Melania Trump. Samsett mynd/AFP/Alex Edelman

Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, og Melania Trump, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, hafa rætt saman í kjölfar banatilræðis við Donald Trump á laugardaginn.

Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, og Melania Trump, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, hafa rætt saman í kjölfar banatilræðis við Donald Trump á laugardaginn.

Þetta staðfesta talsmenn Biden við fréttastofu Associated Press.

Ekki eru komnar neinar nánari upplýsingar um hvað fór fram á milli þeirra en samtalið átti sér stað í gærkvöldi.

Joe Biden Bandaríkjaforseti og Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafa einnig rætt saman og sagði Biden í gær að samtalið hefði verið stutt og gott.

Donald Trump var skotinn í eyrað, einn stuðningsmaður var skotinn …
Donald Trump var skotinn í eyrað, einn stuðningsmaður var skotinn til bana og tveir aðrir særðust í árásinni á laugardag. AFP/Getty Images/Anna Moneymaker

„Reyndi að kæfa ástríðu hans“

„Þetta var skrímsli sem sá eig­in­mann minn sem ómann­lega póli­tíska vél og reyndi að kæfa ástríðu hans, hlát­ur, hug­vit, ást á tónlist og inn­blást­ur,“ sagði Melania Trump um árásarmanninn í yf­ir­lýs­ingu á sunnudaginn.

Í yf­ir­lýs­ing­unni þakkaði hún ör­ygg­isþjón­ustu- og lög­reglu­mönn­um sem hættu lífi sínu til að vernda Trump.

Þá sendi hún samúðarkveðjur til fjöl­skyldna fórn­ar­lamba árás­ar­inn­ar.

mbl.is