Robert Kennedy fær vernd frá leyniþjónustu

Robert Kennedy fær vernd frá leyniþjónustu

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað bandarísku leyniþjónustunni að veita Robert F. Kennedy Jr. vernd. 

Robert Kennedy fær vernd frá leyniþjónustu

Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 | 15. júlí 2024

Kennedy Jr. er hér til hægri á myndinni. Við hlið …
Kennedy Jr. er hér til hægri á myndinni. Við hlið hans er Trump. Skjáskot/Instagram

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað bandarísku leyniþjónustunni að veita Robert F. Kennedy Jr. vernd. 

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað bandarísku leyniþjónustunni að veita Robert F. Kennedy Jr. vernd. 

Kenn­e­dy Jr. er son­ur Robert F. Kenn­e­dy sem var bróðir John F. Kenn­dy, fyrr­ver­andi for­seta Banda­ríkj­anna. Kenn­e­dy Jr. gefur kost á sér til embættis for­seta í kom­andi kosn­ing­um. Hann held­ur úti sjálf­stæðu fram­boði fjarri flokk­um Demó­krata og Re­públi­kana. 

Í ljósi atburða helgarinnar hefur Biden nú ákveðið að Kennedy Jr. verði veitt vernd frá leyniþjónustunni, en um helgina var framin skotárás á kosningaviðburði Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í Penn­sylvan­íuríki. Trump særðist á eyra í árás­inni. Al­rík­is­lög­regl­an rann­sak­ar málið sem bana­til­ræði.

Trump særðist á eyra í árásinni.
Trump særðist á eyra í árásinni. AFP/Rebecca Droke

Saga bana­til­ræða við Banda­ríkja­for­seta er löng og blóði drif­in. Um helgina bætt­ist Trump í hóp for­seta og fyrr­verandi forseta sem hafa orðið fyr­ir ógn­um og of­beldi.

Sögu­leg­asta bana­til­ræði síðari tíma var þegar John F. Kenn­e­dy, frændi Kennedy Jr., var skot­inn í Texasríki árið 1963. Árásarmaðurinn hæfði hann í höfuð og bak þar sem for­set­inn var á ferð í opn­um bíl og var hann úr­sk­urðaður lát­inn hálfri klukku­stund síðar. 

Trump kallaði eftir því í dag að Kennedy Jr. yrði veitt vernd frá leyniþjónustunni.

Kennedy Jr. þakkaði Biden á samfélagsmiðlinum X í dag fyrir að veita sér verndina. Hann þakkaði einnig einkareknu öryggisfyrirtæki fyrir að hafa haldið sér öruggum síðustu fimmtán mánuði.

mbl.is