Syndsamlega gott bananabrauð með súkkulaði

Uppskriftir | 15. júlí 2024

Syndsamlega gott bananabrauð með súkkulaði

Eitt af mínum uppáhalds er bananabrauð og hér er ein uppskrift að bananabrauði með súkkulaði sem er syndsamlega gott. Ég á líka til nokkrar hollari útgáfur að bananabrauði með höfrum og með hollustu fræjum en stundum langar mig bara í eitthvað sem bráðnar í munni og það gerir þetta bananabrauð. Ég bakaði þessa dýrð um helgina og það kláraðist nánast um leið og það kom út úr ofninum. Þegar veðrið er ekki að gleðja okkur þá er best að fara inn í eldhús og útbúa eitthvað gott sem yljar sálinni, það gerði ég meðan rigningin naut sín á suðvesturhorninu.

Syndsamlega gott bananabrauð með súkkulaði

Uppskriftir | 15. júlí 2024

Syndsamlega gott bananabrauð með 70% súkkulaðidropum í.
Syndsamlega gott bananabrauð með 70% súkkulaðidropum í. Ljósmynd/Sjöfn

Eitt af mínum uppáhalds er bananabrauð og hér er ein uppskrift að bananabrauði með súkkulaði sem er syndsamlega gott. Ég á líka til nokkrar hollari útgáfur að bananabrauði með höfrum og með hollustu fræjum en stundum langar mig bara í eitthvað sem bráðnar í munni og það gerir þetta bananabrauð. Ég bakaði þessa dýrð um helgina og það kláraðist nánast um leið og það kom út úr ofninum. Þegar veðrið er ekki að gleðja okkur þá er best að fara inn í eldhús og útbúa eitthvað gott sem yljar sálinni, það gerði ég meðan rigningin naut sín á suðvesturhorninu.

Eitt af mínum uppáhalds er bananabrauð og hér er ein uppskrift að bananabrauði með súkkulaði sem er syndsamlega gott. Ég á líka til nokkrar hollari útgáfur að bananabrauði með höfrum og með hollustu fræjum en stundum langar mig bara í eitthvað sem bráðnar í munni og það gerir þetta bananabrauð. Ég bakaði þessa dýrð um helgina og það kláraðist nánast um leið og það kom út úr ofninum. Þegar veðrið er ekki að gleðja okkur þá er best að fara inn í eldhús og útbúa eitthvað gott sem yljar sálinni, það gerði ég meðan rigningin naut sín á suðvesturhorninu.

Svo gott að það bráðnar í munni.
Svo gott að það bráðnar í munni. Ljósmynd/Sjöfn

Bananabrauð með dökku súkkulaði

  • 2-3 þroskaðir bananar, fer eftir stærð, stappaðir
  • 50 g smjör
  • 2 egg
  • 2 dl sykur
  • 3 dl hveiti
  • 1/2 dl mjólk
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 2 tsk. vanillusykur
  • 70% dökkt súkkulaði Kaja eftir smekk

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Bræðið smjörið og leyfið aðeins að kólna.
  3. Hrærið egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós.
  4. Bætið við hveiti, lyftidufti og vanillusykri í deigið og blandið vel. 
  5. Bætið brædda smjörinu og stöppuðum banönum og mjólk í deigið og blandið vel. 
  6. Setjið að lokum nokkra súkkulaðidropa ofan í deigið eftir smekk.
  7. Setjið deigið í smurt brauðform og bakið í 50-60 mínútur.
  8. Berið fram ylvolgt eitt og sér eða með smjöri. Það er svo gott að það þarf ekki einu sinni smjör.
Í ofninum er bananabrauð og húsið ilmar.
Í ofninum er bananabrauð og húsið ilmar. Ljósmynd/Sjöfn
Nýkomið úr ofninum og látið standa aðeins á kökugrind áður …
Nýkomið úr ofninum og látið standa aðeins á kökugrind áður en það er tekið úr forminu. Ljósmynd/Sjöfn
mbl.is